Játar að hafa stungið þrjá til bana og sært fleiri í Solingen Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. ágúst 2024 12:32 Blómum og kertum hefur verið safnað saman í Solingen fyrir þau sem særðust og létust í árásinni. DPA/Thomas Banneyer Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og sært átta aðra, þar af fjóra alvarlega á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02