Spurning sem ekki er hægt að svara? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun