Segjast hafa bjargað gísl úr jarðgöngum á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2024 14:53 Kaid Fahran Alkadi sem var frelsaður úr haldi Hamas í dag. AP/The Hostages Families Forum Ísraelsher segist hafa frelsað karlmann á sextugsaldri sem vígamenn Hamas-samtakanna tóku í gíslingu í október. Manninum var haldið í neðanjarðargöngum á sunnanverðri Gasaströndinni. Ekki liggur fyrir hvernig Kaid Farhan Alkadi var bjargað úr haldi Hamas í aðgerð ísraelska hersins. Herinn segir að honum hafi verið bjargað úr göngum í „flókinni aðgerð“ en hvorki kom fram hvort að til bardaga hefði komið né hvort nokkur hefði fallið. Alkadi hafði verið gísl Hamas-samtakanna frá árás þeirra á Ísrael 7. október sem varð kveikjan að stríði Hamas og Ísraels. Alkadi, sem er einn átta úr þjóðernisminnihluta bedúína sem voru hnepptir í gíslingu, vann sem öryggisvörður í pökkunarverksmiðju í bænum Kibbutz Magen. Hann á tvær eiginkonur og ellefu börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður ísraelska hersins segir að Alkadi hafi verið haldið á nokkrum stöðum þá 326 daga sem honum var haldið í gíslingu. Leyniþjónustan hafi fengið njósnir af því hvar honum var haldið sem reyndust á rökum reistar. Enn er talið að 108 gíslar séu enn á Gasa en að fleiri fjörutíu þeirra séu látnir. Ísraelar hafa frelsað átta gísla í hernaðaraðgerðum sem kostuðu fjölda mannslífa. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa fallið í hernaði Ísraels á Gasa í kjölfar árásar Hamas í október. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Fundu lík fimm Ísraelsmanna í Khan Younis Ísraelsher hefur endurheimt lík fimm Ísraelsmanna sem voru myrtir í árásunum 7. október síðastliðinn en Hamas-liðar höfðu á brot með sér. 25. júlí 2024 11:01 Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig Kaid Farhan Alkadi var bjargað úr haldi Hamas í aðgerð ísraelska hersins. Herinn segir að honum hafi verið bjargað úr göngum í „flókinni aðgerð“ en hvorki kom fram hvort að til bardaga hefði komið né hvort nokkur hefði fallið. Alkadi hafði verið gísl Hamas-samtakanna frá árás þeirra á Ísrael 7. október sem varð kveikjan að stríði Hamas og Ísraels. Alkadi, sem er einn átta úr þjóðernisminnihluta bedúína sem voru hnepptir í gíslingu, vann sem öryggisvörður í pökkunarverksmiðju í bænum Kibbutz Magen. Hann á tvær eiginkonur og ellefu börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður ísraelska hersins segir að Alkadi hafi verið haldið á nokkrum stöðum þá 326 daga sem honum var haldið í gíslingu. Leyniþjónustan hafi fengið njósnir af því hvar honum var haldið sem reyndust á rökum reistar. Enn er talið að 108 gíslar séu enn á Gasa en að fleiri fjörutíu þeirra séu látnir. Ísraelar hafa frelsað átta gísla í hernaðaraðgerðum sem kostuðu fjölda mannslífa. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa fallið í hernaði Ísraels á Gasa í kjölfar árásar Hamas í október.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Fundu lík fimm Ísraelsmanna í Khan Younis Ísraelsher hefur endurheimt lík fimm Ísraelsmanna sem voru myrtir í árásunum 7. október síðastliðinn en Hamas-liðar höfðu á brot með sér. 25. júlí 2024 11:01 Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Fundu lík fimm Ísraelsmanna í Khan Younis Ísraelsher hefur endurheimt lík fimm Ísraelsmanna sem voru myrtir í árásunum 7. október síðastliðinn en Hamas-liðar höfðu á brot með sér. 25. júlí 2024 11:01
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11