Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2024 10:40 Tölvugerð mynd af rafmagnsflugvél Elysian. Stefnt er að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033. Elysian Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. Þótt Elysian sé nýtt fyrirtæki í flugiðnaði byggir það á meira en aldargamalli reynslu Hollendinga af smíði flugvéla. Verkefnið er þróað í samstarfi við Delft-tækniháskólann og fleiri vísindastofnanir. Bakhjarlar þess eru meðal annarra Netherlands Aerospace Center og Fokker Services Group. Flugvélin, sem nefnd er E9X, er enn sem komið er eingöngu til á pappírnum. Fyrirtækið stefnir að því að smíða líkan í fullri stærð innan tveggja til þriggja ára og að frumgerðin hefji tilraunaflug árið 2030, eftir sex ár. Gert er ráð fyrir átta hreyflum og að vænghafið verði 42 metrar. Átta rafmagnshreyflar verða á flugvélinni.Elysian Talsmenn Elysian segjast ætla að byggja flugvélina á rafhlöðutækni sem þegar sé til staðar. Þeir hafi spurt sig hvernig fá mætti hámarksdrægi úr þeim rafhlöðum sem núna þekktist. Rafhlöður verða innbyggðar í vængina og verða hlutfallslega fyrirferðarmiklar, geymi þannig meira rafmagn og vegi mikið af heildarþyngd flugvélarinnar. Á móti verði aðrir hlutar hennar hafðir léttari, bæði skrokkurinn með þynnri málmi og hreyflarnir mun léttari en hefðbundnir flugvélahreyflar. Flugvélin verður með 42 metra vænghaf.Elysian Rafmagnsflugvélin er þróuð miðað við 1.000 kílómetra flugdrægi til að eiga varaafl fyrir 800 kílómetra flugleið. Hún myndi þannig auðveldlega geta þjónað öllum innanlandsleiðum á Íslandi. Þannig er loftlínan milli Reykjavíkur og Akureyrar um 250 kílómetra löng og loftlínan milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 380 kílómetra löng. Þá er loftlínan milli Reykjavíkur og Færeyja rétt um 800 kílómetrar. Fréttir af flugi Holland Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Tækni Tengdar fréttir Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. 9. október 2022 14:14 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þótt Elysian sé nýtt fyrirtæki í flugiðnaði byggir það á meira en aldargamalli reynslu Hollendinga af smíði flugvéla. Verkefnið er þróað í samstarfi við Delft-tækniháskólann og fleiri vísindastofnanir. Bakhjarlar þess eru meðal annarra Netherlands Aerospace Center og Fokker Services Group. Flugvélin, sem nefnd er E9X, er enn sem komið er eingöngu til á pappírnum. Fyrirtækið stefnir að því að smíða líkan í fullri stærð innan tveggja til þriggja ára og að frumgerðin hefji tilraunaflug árið 2030, eftir sex ár. Gert er ráð fyrir átta hreyflum og að vænghafið verði 42 metrar. Átta rafmagnshreyflar verða á flugvélinni.Elysian Talsmenn Elysian segjast ætla að byggja flugvélina á rafhlöðutækni sem þegar sé til staðar. Þeir hafi spurt sig hvernig fá mætti hámarksdrægi úr þeim rafhlöðum sem núna þekktist. Rafhlöður verða innbyggðar í vængina og verða hlutfallslega fyrirferðarmiklar, geymi þannig meira rafmagn og vegi mikið af heildarþyngd flugvélarinnar. Á móti verði aðrir hlutar hennar hafðir léttari, bæði skrokkurinn með þynnri málmi og hreyflarnir mun léttari en hefðbundnir flugvélahreyflar. Flugvélin verður með 42 metra vænghaf.Elysian Rafmagnsflugvélin er þróuð miðað við 1.000 kílómetra flugdrægi til að eiga varaafl fyrir 800 kílómetra flugleið. Hún myndi þannig auðveldlega geta þjónað öllum innanlandsleiðum á Íslandi. Þannig er loftlínan milli Reykjavíkur og Akureyrar um 250 kílómetra löng og loftlínan milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 380 kílómetra löng. Þá er loftlínan milli Reykjavíkur og Færeyja rétt um 800 kílómetrar.
Fréttir af flugi Holland Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Tækni Tengdar fréttir Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. 9. október 2022 14:14 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. 9. október 2022 14:14
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33