Vertu gagnrýnin, greinandi og skapandi Martha Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2024 21:54 Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun