Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 06:31 Tugþúsundir komu saman í Tel Aviv í gær til að mótmæla Netanyahu og krefjast vopnahlés. Getty/Anadolu/Yair Palti Boðað hefur verið til umfangsmikilla verkfallsaðgerða í Ísrael í dag til að knýja fram vopnahlé við Hamas. Aðgerðir Histadrut, stærsta verkalýðsfélags Ísrael, hófust snemma í morgun og munu hafa víðtæk áhrif. Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira