Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. september 2024 07:01 Ari Steinarsson, forstjóri og einn stofnenda YAY, segir oft við útlendinga að hann lifi tvöföldu lífi. Enda rekur hann fjártæknifyrirtæki á daginn en trommar á trylltum tónleikum á kvöldin og það víða um heim. Í frístundum hjólar hann með eiginkonunni, elskar að vera afi og veiðir allt sem í færi er. Vísir/Vilhelm „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. Sem samhliða því að reka fjártæknifyrirtæki, með starfstöð á Íslandi og í Kanada, túrar sem trommari víða um heim en er síðan duglegur að hjóla með eiginkonunni í frístundum. Og er orðinn afi. „Fólk fattar oft ekki trommulífið mitt. En í fyrra túraði ég samt í sex vikur en vann samhliða í fjarvinnu. Hljómsveitin ferðaðist um Evrópu í stórri tveggja hæða rútu, með svefnrýmum og eldhúsi og þar útbjuggum við skrifstofurými fyrir mig. Á kvöldin trommaði ég, síðan vaknaði maður á morgnana í nýrri borg og settist niður til að vinna á skrifstofunni fyrir YAY,“ segir Ari og brosir. „Stamið markaði mig vissulega,“ segir hann síðar í samtalinu. En Ari er einn þeirra sem frá barnsaldri hefur glímt við stam í tali. „Og þú mátt endilega taka það fram í viðtalinu að ég stami. Því mér hefur lærst að vinna með það í gegnum árin og mér finnst mikilvægt að sérstaklega ungt fólk sem glímir við það sama, heyri að það sé vel hægt.“ En við skulum byrja á byrjuninni…. Ari er að leysa trommara hljómsveitarinnar Sólstafi af í barneignafríi. Í fyrra túraði hann með Sólstöfum í sex vikur í Evrópu. Trommaði á kvöldin, en vann í fjarvinnu fyrir YAY í tveggja hæða hljómsveitarrútunni á daginn. Ari hefur spilað á fimmtán tónlistarhátíðum og trommað í 21 landi. 110% Kópavogsbúi Ari segist vera 110% Kópavogsbúi því hann ólst upp í Kópavogi og býr þar enn. Ari er fæddur árið 1976, á eitt alsystkini en fjögur hálfsystkini. Þar af tvær systur í Bandaríkjunum sem hann hefur aldrei hitt. „Ég og alsystir mín og hálfbróðir okkar ólumst upp saman í Kópavogi hjá einstæðri móður. Pabbi aftur á móti flutti til Bandaríkjanna og á þar tvær dætur sem ég þekki ekki neitt.“ Ari segir Kópavog hafa verið frábæran stað að alast upp í. „Það var mikið af krökkum í Kópavogi þegar ég var að alast upp og auðvitað er Hamraborgin nafli alheimsins. Lungað af minningunum mínum frá æsku tengjast ömmu og afa á Bjarnhólastíg. Ég var mikið hjá þeim og átti meira að segja langömmu líka í næstu götu.“ Þótt fjörtíu ár séu síðan þetta var, segir Ari góð tengsl hafa haldist við marga af æskufélögunum í Kópavogi. „Það gekk allt út á að vera úti að leika, í fótbolta eða hjóla og enn í dag er ég í tengslum við marga og veit af mörgum enn sem maður þekkti þá.“ Þegar kom að tónlistinni og trommusettinu, segist Ari einfaldlega hafa dregið stutta stráið. „Ég ætlaði reyndar að verða bassaleikari en átti auðvitað engin hljóðfæri sjálfur, sonur einstæðrar móður og allt það. Þegar ég var um tólf ára stofnuðum við nokkrir félagar hljómsveit og einn í hópnum fékk trommusett eldri bróður síns en sá sem byrjaði sem trommari hjá okkur var einfaldlega svo lélegur að við hættum að fá hann með,“ segir Ari til útskýringar á því hvernig hans ferill hófst. Árið 1989 vorum við síðan nokkrir skólabræður í Snælandsskóla sem stofnuðum hljómsveitina Strigaskór númer 42 og ég held að flestir í rokkinu viti hvaða hljómsveit þetta er. Strigaskór 42 er samt latasta hljómsveit Íslandssögunnar. Ferillinn spannar áratugi og við erum enn allir frábærir vinir. En fyrstu plötuna okkar gáfum við út árið 1994 og þá síðari 2013.“ Efri mynd: Það hefur ýmislegt breyst frá því árið 1989 þegar að Ari og nokkrir skólafélagar stofnuðu hljómsveitina Strigaskór nr.42. Sem Ari segir lötustu hljómsveit Íslandssögunnar. Á neðri myndum má sjá Sólstafi spila fyrir hundruði tónleikagesta í Evrópu. Ástin, hljóðbransinn og markaðsmálin Ari var vinamargur sem barn og unglingur en segir skóla aldrei hafa átt við sig. „Ef þessar greiningar hefðu verið þegar ég var barn, hefði ég örugglega verið greindur með allt sem hægt var,“ segir Ari en bætir við að eftir grunnskóla hafi hann þó reynt við sig í píparanámi í Iðnskólanum í stuttan tíma, en flosnaði fljótt upp úr því. „Skóli átti skelfilega illa við mig en fyrir tilstilli bróður míns fékk ég vinnu sem hljóðmaður á Broadway,“ segir Ari og reiknast til að þá hafi hann verið um 18-19 ára gamall og búinn að fara á námskeið í hljóðupptökum. Á Broadway starfaði Ari sem hljóðmaður í nokkur ár og samhliða fóru önnur verkefni að aukast. Á sveitaböllum og öðrum viðburðum og við upptökur í stúdíóum. „Ég sá alveg fyrir mér að vera í þessum bransa áfram en áttaði mig þó fljótt á því að eftirvinnslan átti í raun enn betur við mig.“ Enda starfaði Ari við hljóðsetningar í mörg ár. Á barnaefni, kvikmyndum, auglýsingum og fleira. Þá þegar ráðsettur fjölskyldumaður. Því þegar Ari var 23 ára kynntist hann eiginkonunni, Írisi Ósk Hjaltadóttur. Íris átti þá þegar eina dóttur, Sif Alexöndru sem er fædd árið 1992 Síðar bættust við börnin Kamilla Edda, fædd 2001 og Viktor Elí, fæddur 2010. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég þoldi ekki Írisi fyrst þegar við hittumst. Hún starfaði þá sem þjónn á Broadway. Það var þó fljótt að breytast. Ég varð yfir mig ástfanginn og 23 ára var ég kominn með fjölskyldu á einni nóttu,“ segir Ari og hlær. Stjúpdóttirin er nú þegar ráðsett í Danmörku og þar fæddist fyrsta afabarnið, Ari Leif, árið 2018. „Það er mikill samgangur þarna á milli og við erum að hittast þrisvar til fjórum sinnum á ári,“ segir Ari stoltur. Ari kynntist Írisi Ósk konunni sinni þegar þau unnu á Broadway; hann sem hljóðmaður en hún sem þjónn Íris átti þá þegar dótturina Sif Alexöndru, en síðar bættust við Kamilla Edda og Viktor Elí. Fyrsta afabarnið, Ari Leif, fæddist árið 2018. En aftur yfir í starfsframann. „Það verður enginn ríkur á því að verða trommari á Íslandi,“ segir Ari og hlær. Sem hélt þó alltaf áfram í tónlistinni samhliða starfi. Eftir nokkur ár í hljóðsetningunni, fór Ari að vinna á Stöð 2, fyrst að framleiða útvarpsauglýsingar og trailera og annað slíkt. „Síðan laug ég að Pálma Gunnars sem þá var dagskrástjóri að ég kynni að klippa vídeó. Úr varð að ég var ráðinn á markaðsdeild 365 miðla þar sem ég fór að vinna sem klippari en var alltaf í hljóðinu on the side eins og sagt er.“ Hugmyndin að YAY varð í rauninni til mörgum árum áður en fyrirtækið var síðan stofnað árið 2018 en eitt þekktasta verkefni fyrirtækisins er ferðagjöfin góða sem Íslendingar fengu frá stjórnvöldum í kjölfar Covid. Hér má sjá kjarnahóp YAY en starfsmenn eru nú átján talsins því nýverið opnaði YAY tvær starfstöðvar í Kanada. Aðdragandi YAY Til að átta sig á því hvað fyrirtækið YAY gerir, er einfaldast að rifja upp ferðagjöfina góðu sem allir Íslendingar eldri en 18 ára fengu fyrsta Covid sumarið. Þar sem hver og einn gat hlaðið niður gjafabréf fyrir andvirði 5.000 krónur í boði stjórnvalda. „Þetta var rosalega stórt verkefni fyrir okkur og við lærðum margt af því. Það var samt ekki ferðagjöfin sem varð til þess að við fórum í útrás, það var planið alveg frá upphafi,“ segir Ari en fjártæknifyrirtækið YAY var stofnað árið 2017 og hefur sem nýsköpunarfyrirtæki hlotið ýmsa styrki frá RANNÍS. En áður en lengra er haldið, er rétt að átta sig á því hvað varð til þess að fyrirtækið YAY var stofnað. Og yfir höfuð: Hvers vegna Ari leiddist út í nýsköpun og fjártækni? Ari segir tónlist og tækni reyndar eiga vel saman. „Margir í tónlist þurfa að tileinka sér tæknina, það helst svolítið í hendur. Það sem hjálpaði mér líka er þessi ofur-forvitni sem býr í mér og hefur alltaf átt þátt í því að ég hef lært meira og meira á tæknina.“ Það sem gerði það þó að verkum að Ari færði sig meira yfir í markaðsmálin sjálf, var heyrnin. „Ég er með tinnitus,“ segir Ari og vísar þar til heyrnasjúkdóms sem lýsir sér þannig að viðkomandi er með stanslaust suð í eyranu. „Og orðinn hálf heyrnalaus,“ bætir Ari við og rifjar upp mómentið þegar hann áttaði sig á því sjálfur, að heyrnin væri að miklu leyti farin. „Ég á heyrnatæki og allt það en viðurkenni að ég nota það lítið. Tæknin hjálpar mér samt því í dag vinn ég heilu og hálfu dagana á Teams og er þá með tæki í eyranu til að hlusta. Ef það væri ekki, ætti ég ekki eins auðvelt með samskiptin.“ Árið 2007, ákvað Ari að segja upp starfi sínu hjá 365 miðlum og stofna sitt eigið fyrirtæki: Netráðgjöf. Á þessum tíma byggði ráðgjöfin mest á leitarvélabestun. Sem þó var svo stutt á veg komin að þegar að við hringdum í fyrirtæki og spurðum hvort þau vildu ekki vera sýnileg í leitarniðurstöðum á netinu, þá svöruðu menn bara: Hvað meinarðu? Við erum sýnileg á ja.is!“ Þegar ferðaþjónustunni óx ásmegin árin eftir hrun, fóru hjólin þó að snúast. „Þarna var kominn geiri í miklum vexti sem áttaði sig vel á því að sýnleikinn á internetinu var rekstrinum afar mikilvægur.“ Árið 2009 stofnaði Ari reyndar annað fyrirtæki líka með félaga sínum, Gjafatorg. „Við vorum alltaf með þá hugmynd að það hlyti að vera hægt að einfalda þetta umhverfi gjafakorta. Stofnuðum fyrirtæki en lokuðum því aftur því markaðurinn var engan veginn tilbúinn í þá vegferð þá,“ segir Ari. Netráðgjöf var síðar seld til auglýsingastofunnar HN markaðssamskipti árið 2013 og fylgdi Ari í fyrstu með í kaupunum. Síðar tók hann það að sér að stofna hvalaskoðunarfyrirtæki og reka það um tíma fyrir fjárfesta sem komu að máli við hann. „Það fyrirtæki lifir reyndar enn, en það var frekar fyndið að vera allt í einu kominn með einhvern bát að gera upp fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ég vissi ekkert um báta,“ segir Ari og hlær. Ari starfaði líka í um tvö ár sem markaðsstjóri hjá Reykjavík Excursion. „Ragnar Árnason vinur minn var samt alltaf að minna mig á hvað Gjafatorg hefði verið góð hugmynd og að við ættum að endurvekja hana saman. Úr varð að árið 2018 stofnuðum við YAY. Fljótlega fengum við félaga okkar til að vinna að því með okkur að fá fjárfesta. Það gekk upp og við höfum alla tíð verið mjög heppnir með fjárfesta YAY og styrki.“ Ari segist hálf heyrnalaus og er með tinnitus (stanslaust eyrnasuð). Hann segir tónlistina og tæknina þó oft eiga vel saman því margir tónlistarmenn einfaldlega þurfa að læra á tæknina. Skóli átti aldrei vel við hann og lengst af hélt Ari að hann yrði í tónlistar- og hljóðbransanum alla tíð. Frá árin 2007 hefur Ari hins vegar verið í rekstri.Vísir/Vilhelm Ísland, Kanada og Króatía Segja má að kjarnastarfsemi YAY skiptist í tvennt; Annars vegar útgáfu gjafakorta sem gengur þannig fyrir sig að fyrirtæki kaupa gjafakort hjá YAY fyrir til dæmis starfsmenn sína, sem fá þá YAY gjafakort í símann sinn sem fólk getur borgað með. „Við erum í samstarfi við um 200 fyrirtæki sem hægt er að nýta gjafakortin hjá. En það sem auðveldar okkar viðskiptavinum líka er að þegar verið er að gefa gjafakort, þá þarf ekki alltaf að fá ný og ný kort; Við einfaldlega fyllum á YAY kortið sem fólk er þegar búið að fá.“ Þannig að ný inneign myndast. Hinn anginn af starfseminni er hins vegar tæknin sjálf; Rafræn gjafakort, sambærileg og Íslendingar kynntust til dæmis með ferðagjöfinni eftir Covid. „Við áttuðum okkur reyndar á því að fyrir stóra markaði eins og Kanada, gætum við ekki bara stuðst við strikamerkingar eins og á Íslandi. En það breytir því ekki að frá upphafi hefur tæknin okkar og kerfið fyrir gjafakortin verið smíðuð þannig að það hefur alltaf legið fyrir að nýta þessa tækni fyrir mun stærri markaðssvæði en Ísland.“ En hvers vegna Kanada? „Mig langar að segja þér að það sé vegna þess að við séum svo rosalega klárir að við föttuðum það sjálfir að Kanada væri frábær markaður fyrir YAY. Það var samt ekki þannig,“ segir Ari og skellihlær. Þannig var að YAY, sem er staðsett í Gróskuhúsinu, fékk til sín heimsókn einn daginn frá Kanadamanni sem var staddur í Grósku og leit við hjá YAY. „Ég var ekki á staðnum en Raggi tók pitchið á hann á um fjórum mínútum og hefur greinilega gert það mjög vel því Kanadamaðurinn sagði strax: Þetta er eitthvað sem við þyrftum að vera með í Kanada.“ Úr varð að næstu tvö árin á eftir voru þreifingar í gangi. „Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan við opnuðum skrifstofur þarna formlega og nú eru þær tvær: Annars vegar ein í Edmonton þar sem unnið er að því að selja tæknina og kerfið sem slíkt en hins vegar í New Brunswick þar sem fjórir starfsmenn vinna við að selja YAY gjafakortin,“ segir Ari en bætir við: „Þegar svona ferðalag hefst, tekur það hins vegar smá tíma að þreifa fyrir sér, læra ýmislegt, reka sig á veggi og fleira. Sem er ekkert síður verðmætt og skilar sér síðar.“ Átján manns starfa hjá fyrirtækinu í dag en öll forritun fer fram í samstarfi við fyrirtæki sem YAY hefur síðustu árin unnið með í Króatíu. Hvernig kom það til? „Það er erfitt að fá forritara til starfa en við vorum að vinna með aðila sem hafði unnið með þessum aðilum í Króatíu og þannig kom þetta til í upphafi. Síðan eru liðin nokkur ár, samstarfið er frábært og í raun erum við með fasta forritara hjá þessu samstarfsfyrirtæki okkar sem vinna meira og minna aðeins fyrir YAY.“ Ari og Íris hjóla mikið bæði erlendis og hérlendis en Ari segir eiginkonuna þó mun betri hjólamann en hann og margverðlaunaða. Til viðbótar stundar Ari veiðimennskuna af kappi. Góðu ráðin Ari segir Norður Ameríku góðan markað fyrir YAY að horfa til. „Þar er verið að nota tæknina okkar fyrir heilsutengda þjónustu eða það sem kallast á ensku; Health spending. Á Íslandi fer margt af þessu í gegnum stéttarfélögin, gleraugnakaup og fleira. Fólk þarf þá að leggja út fyrir vörunni, skila inn nótum og fá síðan endurgreitt. Þetta þarf ekki með YAY því þá borgar fólk bara strax með YAY kortinu og þarf ekki að leggja sjálft út fyrir neinu. Sem auðveldar fólki mikið því ekki allir hafa færi á að leggja út fyrir kostnaðinum í upphafi og bíða síðan eftir endurgreiðslunni.“ Ari segir Ísland góðan markað að byrja á og læra af. „Útrásin hefur þó alltaf verið skýrt markmið. Enda má segja að YAY hafi smíðað Boeing þotu, þótt heimamarkaðurinn þurfi ekki nema litla rellu. Ferðagjöfin var verkefni sem stytti ferlið að mörgu leyti því við bjuggum þar til demo útgáfu sem kenndi okkur mjög margt,“ segir Ari. Sem í spjallinu gefur líka ýmiss önnur góð ráð. Til dæmis það, að þar sem hann og Raggi meðstofnandi hans vissu strax í upphafi að þeir væru ekki sterkir þegar kæmi að fjármögnun eða tengslum við fjárfesta, þá þyrftu þeir aðstoð í því. „Raggi er sölumaður af guðs náð og það sem við gerðum var að fara yfir hugmyndina með Jóni Þorgrími Stefánssyni, yfirmanni hjá Netapp Global. Hann síðan hjálpaði okkur að pakka inn hugmyndinni þannig að kynningin væri góð fyrir fjárfesta og dró að borði þá sem fjárfestu í okkur í fyrstu.“ Hjá Rannís hefur YAY hlotið 50 milljóna króna Vaxtarstyrk og 10 milljóna króna markaðsstyrk, sem Ari segir líka hafa verið gífurlega mikilvæga styrki fyrir þróunarhlutann og upphafsskrefin í útrásinni. „Þegar kom að styrkjaumhverfinu hjálpuðu fjárfestarnir okkur mikið því þar var þá þegar komin þekking fyrir umsóknir og fleira.“ Að mynda sterkan kjarnahóp skiptir líka miklu máli í nýsköpun. „Við Raggi fengum snemma með okkur sterka forritara í eigendahópinn þannig að í grunnhópinn bættust við Davíð Einarsson og Erling Gudjohnsen.“ Ari hefur stamað frá því að hann var barn og segir stamið án efa hafa markað hann. Ari segir samt mikilvægt að ungt fólk sem glímir við það sama, fái að heyra að það er hægt að þjálfa sjálfan sig mikið frá stami og í viðtalinu gefur hann nokkur góð ráð. Í vinnunni er allt á fullu; YAY er í stórsókn en trommusettið er aldrei langt undan.Vísir/Vilhelm Dag frá degi starfar YAY í fjórum tímabeltum, því ekki er sami tími í Edmonton í Kanada og New Brunswick. Þá eru eftir Ísland og Króatía. Ari segir þennan mismun þó enga fyrirstöðu. Fólki lærist að vinna með mismunandi tímabeltum. Það sama með stamið svo aftur sé komið að því. „Ég stamaði meira sem barn. Og stama enn. En hef lært að vinna mikið með stamið þannig að það hvorki heyrist né trufli mig nokkuð.“ Getur þú skýrt þetta betur út? „Já. Ég stama mest þegar ég er til dæmis þreyttur,“ segir Ari og vísar þar í að vera meðvitaður um að hvíldin skiptir hann miklu máli. Eðlilega stama ég líka meira ef ég er í uppnámi eða ójafnvægi. Það getur líka gerst hjá okkur öllum. En það sem mér hefur lærst í gegnum tíðina er að vinna með staminu mínu, forðast að verða of þreyttur eða of stressaður því þá stama ég meir,“ segir Ari og bætir við: „Í ofanálag virðist ég ítrekað hafa komið mér í einhverjar aðstæður sem eru ekki auðveldar fyrir fólk sem stamar. Til dæmis að vera á fundum eða með kynningar fyrir fjárfesta. Eða að kenna um tíma þegar ég rak Netráðgjöf. Allt þetta er þó liður í því að þjálfa mann þannig að manni lærist betur og betur að sporna við staminu og það er það sem mér finnst mikilvægt að ungt fólk skilji, sem glímir við það sama.“ Í frístundum hjóla þau hjónin töluvert, þótt Ari segi eiginkonuna mun betri reiðhjólamann en hann, enda margverðlaunuð sem slík. „En við höfum hjólað mikið bæði erlendis og hérlendis og eins nýt ég mín í ýmsum áhugamálum eins og að veiða, hvort sem er á stöng eða skotveiði og síðan er það auðvitað trommulífið og giggin,“ segir Ari og bætir við: „Ég nefnilega hélt mér frá því að vera fastur trommari, vitandi það að ég gæti það ekki sem framkvæmdastjóri og í rekstri. Hins vegar er ég svo heppin að trommarinn í Sólstöfum, sem þó er á svipuðum aldri og ég, tók upp á því að fara að eignast börn frekar seint. Sem hefur verið frábært fyrir mig því ég er þá trommari að leysa hann af í barnseignafríi.“ Starfsframi Vinnustaðurinn Tónlist Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem samhliða því að reka fjártæknifyrirtæki, með starfstöð á Íslandi og í Kanada, túrar sem trommari víða um heim en er síðan duglegur að hjóla með eiginkonunni í frístundum. Og er orðinn afi. „Fólk fattar oft ekki trommulífið mitt. En í fyrra túraði ég samt í sex vikur en vann samhliða í fjarvinnu. Hljómsveitin ferðaðist um Evrópu í stórri tveggja hæða rútu, með svefnrýmum og eldhúsi og þar útbjuggum við skrifstofurými fyrir mig. Á kvöldin trommaði ég, síðan vaknaði maður á morgnana í nýrri borg og settist niður til að vinna á skrifstofunni fyrir YAY,“ segir Ari og brosir. „Stamið markaði mig vissulega,“ segir hann síðar í samtalinu. En Ari er einn þeirra sem frá barnsaldri hefur glímt við stam í tali. „Og þú mátt endilega taka það fram í viðtalinu að ég stami. Því mér hefur lærst að vinna með það í gegnum árin og mér finnst mikilvægt að sérstaklega ungt fólk sem glímir við það sama, heyri að það sé vel hægt.“ En við skulum byrja á byrjuninni…. Ari er að leysa trommara hljómsveitarinnar Sólstafi af í barneignafríi. Í fyrra túraði hann með Sólstöfum í sex vikur í Evrópu. Trommaði á kvöldin, en vann í fjarvinnu fyrir YAY í tveggja hæða hljómsveitarrútunni á daginn. Ari hefur spilað á fimmtán tónlistarhátíðum og trommað í 21 landi. 110% Kópavogsbúi Ari segist vera 110% Kópavogsbúi því hann ólst upp í Kópavogi og býr þar enn. Ari er fæddur árið 1976, á eitt alsystkini en fjögur hálfsystkini. Þar af tvær systur í Bandaríkjunum sem hann hefur aldrei hitt. „Ég og alsystir mín og hálfbróðir okkar ólumst upp saman í Kópavogi hjá einstæðri móður. Pabbi aftur á móti flutti til Bandaríkjanna og á þar tvær dætur sem ég þekki ekki neitt.“ Ari segir Kópavog hafa verið frábæran stað að alast upp í. „Það var mikið af krökkum í Kópavogi þegar ég var að alast upp og auðvitað er Hamraborgin nafli alheimsins. Lungað af minningunum mínum frá æsku tengjast ömmu og afa á Bjarnhólastíg. Ég var mikið hjá þeim og átti meira að segja langömmu líka í næstu götu.“ Þótt fjörtíu ár séu síðan þetta var, segir Ari góð tengsl hafa haldist við marga af æskufélögunum í Kópavogi. „Það gekk allt út á að vera úti að leika, í fótbolta eða hjóla og enn í dag er ég í tengslum við marga og veit af mörgum enn sem maður þekkti þá.“ Þegar kom að tónlistinni og trommusettinu, segist Ari einfaldlega hafa dregið stutta stráið. „Ég ætlaði reyndar að verða bassaleikari en átti auðvitað engin hljóðfæri sjálfur, sonur einstæðrar móður og allt það. Þegar ég var um tólf ára stofnuðum við nokkrir félagar hljómsveit og einn í hópnum fékk trommusett eldri bróður síns en sá sem byrjaði sem trommari hjá okkur var einfaldlega svo lélegur að við hættum að fá hann með,“ segir Ari til útskýringar á því hvernig hans ferill hófst. Árið 1989 vorum við síðan nokkrir skólabræður í Snælandsskóla sem stofnuðum hljómsveitina Strigaskór númer 42 og ég held að flestir í rokkinu viti hvaða hljómsveit þetta er. Strigaskór 42 er samt latasta hljómsveit Íslandssögunnar. Ferillinn spannar áratugi og við erum enn allir frábærir vinir. En fyrstu plötuna okkar gáfum við út árið 1994 og þá síðari 2013.“ Efri mynd: Það hefur ýmislegt breyst frá því árið 1989 þegar að Ari og nokkrir skólafélagar stofnuðu hljómsveitina Strigaskór nr.42. Sem Ari segir lötustu hljómsveit Íslandssögunnar. Á neðri myndum má sjá Sólstafi spila fyrir hundruði tónleikagesta í Evrópu. Ástin, hljóðbransinn og markaðsmálin Ari var vinamargur sem barn og unglingur en segir skóla aldrei hafa átt við sig. „Ef þessar greiningar hefðu verið þegar ég var barn, hefði ég örugglega verið greindur með allt sem hægt var,“ segir Ari en bætir við að eftir grunnskóla hafi hann þó reynt við sig í píparanámi í Iðnskólanum í stuttan tíma, en flosnaði fljótt upp úr því. „Skóli átti skelfilega illa við mig en fyrir tilstilli bróður míns fékk ég vinnu sem hljóðmaður á Broadway,“ segir Ari og reiknast til að þá hafi hann verið um 18-19 ára gamall og búinn að fara á námskeið í hljóðupptökum. Á Broadway starfaði Ari sem hljóðmaður í nokkur ár og samhliða fóru önnur verkefni að aukast. Á sveitaböllum og öðrum viðburðum og við upptökur í stúdíóum. „Ég sá alveg fyrir mér að vera í þessum bransa áfram en áttaði mig þó fljótt á því að eftirvinnslan átti í raun enn betur við mig.“ Enda starfaði Ari við hljóðsetningar í mörg ár. Á barnaefni, kvikmyndum, auglýsingum og fleira. Þá þegar ráðsettur fjölskyldumaður. Því þegar Ari var 23 ára kynntist hann eiginkonunni, Írisi Ósk Hjaltadóttur. Íris átti þá þegar eina dóttur, Sif Alexöndru sem er fædd árið 1992 Síðar bættust við börnin Kamilla Edda, fædd 2001 og Viktor Elí, fæddur 2010. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég þoldi ekki Írisi fyrst þegar við hittumst. Hún starfaði þá sem þjónn á Broadway. Það var þó fljótt að breytast. Ég varð yfir mig ástfanginn og 23 ára var ég kominn með fjölskyldu á einni nóttu,“ segir Ari og hlær. Stjúpdóttirin er nú þegar ráðsett í Danmörku og þar fæddist fyrsta afabarnið, Ari Leif, árið 2018. „Það er mikill samgangur þarna á milli og við erum að hittast þrisvar til fjórum sinnum á ári,“ segir Ari stoltur. Ari kynntist Írisi Ósk konunni sinni þegar þau unnu á Broadway; hann sem hljóðmaður en hún sem þjónn Íris átti þá þegar dótturina Sif Alexöndru, en síðar bættust við Kamilla Edda og Viktor Elí. Fyrsta afabarnið, Ari Leif, fæddist árið 2018. En aftur yfir í starfsframann. „Það verður enginn ríkur á því að verða trommari á Íslandi,“ segir Ari og hlær. Sem hélt þó alltaf áfram í tónlistinni samhliða starfi. Eftir nokkur ár í hljóðsetningunni, fór Ari að vinna á Stöð 2, fyrst að framleiða útvarpsauglýsingar og trailera og annað slíkt. „Síðan laug ég að Pálma Gunnars sem þá var dagskrástjóri að ég kynni að klippa vídeó. Úr varð að ég var ráðinn á markaðsdeild 365 miðla þar sem ég fór að vinna sem klippari en var alltaf í hljóðinu on the side eins og sagt er.“ Hugmyndin að YAY varð í rauninni til mörgum árum áður en fyrirtækið var síðan stofnað árið 2018 en eitt þekktasta verkefni fyrirtækisins er ferðagjöfin góða sem Íslendingar fengu frá stjórnvöldum í kjölfar Covid. Hér má sjá kjarnahóp YAY en starfsmenn eru nú átján talsins því nýverið opnaði YAY tvær starfstöðvar í Kanada. Aðdragandi YAY Til að átta sig á því hvað fyrirtækið YAY gerir, er einfaldast að rifja upp ferðagjöfina góðu sem allir Íslendingar eldri en 18 ára fengu fyrsta Covid sumarið. Þar sem hver og einn gat hlaðið niður gjafabréf fyrir andvirði 5.000 krónur í boði stjórnvalda. „Þetta var rosalega stórt verkefni fyrir okkur og við lærðum margt af því. Það var samt ekki ferðagjöfin sem varð til þess að við fórum í útrás, það var planið alveg frá upphafi,“ segir Ari en fjártæknifyrirtækið YAY var stofnað árið 2017 og hefur sem nýsköpunarfyrirtæki hlotið ýmsa styrki frá RANNÍS. En áður en lengra er haldið, er rétt að átta sig á því hvað varð til þess að fyrirtækið YAY var stofnað. Og yfir höfuð: Hvers vegna Ari leiddist út í nýsköpun og fjártækni? Ari segir tónlist og tækni reyndar eiga vel saman. „Margir í tónlist þurfa að tileinka sér tæknina, það helst svolítið í hendur. Það sem hjálpaði mér líka er þessi ofur-forvitni sem býr í mér og hefur alltaf átt þátt í því að ég hef lært meira og meira á tæknina.“ Það sem gerði það þó að verkum að Ari færði sig meira yfir í markaðsmálin sjálf, var heyrnin. „Ég er með tinnitus,“ segir Ari og vísar þar til heyrnasjúkdóms sem lýsir sér þannig að viðkomandi er með stanslaust suð í eyranu. „Og orðinn hálf heyrnalaus,“ bætir Ari við og rifjar upp mómentið þegar hann áttaði sig á því sjálfur, að heyrnin væri að miklu leyti farin. „Ég á heyrnatæki og allt það en viðurkenni að ég nota það lítið. Tæknin hjálpar mér samt því í dag vinn ég heilu og hálfu dagana á Teams og er þá með tæki í eyranu til að hlusta. Ef það væri ekki, ætti ég ekki eins auðvelt með samskiptin.“ Árið 2007, ákvað Ari að segja upp starfi sínu hjá 365 miðlum og stofna sitt eigið fyrirtæki: Netráðgjöf. Á þessum tíma byggði ráðgjöfin mest á leitarvélabestun. Sem þó var svo stutt á veg komin að þegar að við hringdum í fyrirtæki og spurðum hvort þau vildu ekki vera sýnileg í leitarniðurstöðum á netinu, þá svöruðu menn bara: Hvað meinarðu? Við erum sýnileg á ja.is!“ Þegar ferðaþjónustunni óx ásmegin árin eftir hrun, fóru hjólin þó að snúast. „Þarna var kominn geiri í miklum vexti sem áttaði sig vel á því að sýnleikinn á internetinu var rekstrinum afar mikilvægur.“ Árið 2009 stofnaði Ari reyndar annað fyrirtæki líka með félaga sínum, Gjafatorg. „Við vorum alltaf með þá hugmynd að það hlyti að vera hægt að einfalda þetta umhverfi gjafakorta. Stofnuðum fyrirtæki en lokuðum því aftur því markaðurinn var engan veginn tilbúinn í þá vegferð þá,“ segir Ari. Netráðgjöf var síðar seld til auglýsingastofunnar HN markaðssamskipti árið 2013 og fylgdi Ari í fyrstu með í kaupunum. Síðar tók hann það að sér að stofna hvalaskoðunarfyrirtæki og reka það um tíma fyrir fjárfesta sem komu að máli við hann. „Það fyrirtæki lifir reyndar enn, en það var frekar fyndið að vera allt í einu kominn með einhvern bát að gera upp fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ég vissi ekkert um báta,“ segir Ari og hlær. Ari starfaði líka í um tvö ár sem markaðsstjóri hjá Reykjavík Excursion. „Ragnar Árnason vinur minn var samt alltaf að minna mig á hvað Gjafatorg hefði verið góð hugmynd og að við ættum að endurvekja hana saman. Úr varð að árið 2018 stofnuðum við YAY. Fljótlega fengum við félaga okkar til að vinna að því með okkur að fá fjárfesta. Það gekk upp og við höfum alla tíð verið mjög heppnir með fjárfesta YAY og styrki.“ Ari segist hálf heyrnalaus og er með tinnitus (stanslaust eyrnasuð). Hann segir tónlistina og tæknina þó oft eiga vel saman því margir tónlistarmenn einfaldlega þurfa að læra á tæknina. Skóli átti aldrei vel við hann og lengst af hélt Ari að hann yrði í tónlistar- og hljóðbransanum alla tíð. Frá árin 2007 hefur Ari hins vegar verið í rekstri.Vísir/Vilhelm Ísland, Kanada og Króatía Segja má að kjarnastarfsemi YAY skiptist í tvennt; Annars vegar útgáfu gjafakorta sem gengur þannig fyrir sig að fyrirtæki kaupa gjafakort hjá YAY fyrir til dæmis starfsmenn sína, sem fá þá YAY gjafakort í símann sinn sem fólk getur borgað með. „Við erum í samstarfi við um 200 fyrirtæki sem hægt er að nýta gjafakortin hjá. En það sem auðveldar okkar viðskiptavinum líka er að þegar verið er að gefa gjafakort, þá þarf ekki alltaf að fá ný og ný kort; Við einfaldlega fyllum á YAY kortið sem fólk er þegar búið að fá.“ Þannig að ný inneign myndast. Hinn anginn af starfseminni er hins vegar tæknin sjálf; Rafræn gjafakort, sambærileg og Íslendingar kynntust til dæmis með ferðagjöfinni eftir Covid. „Við áttuðum okkur reyndar á því að fyrir stóra markaði eins og Kanada, gætum við ekki bara stuðst við strikamerkingar eins og á Íslandi. En það breytir því ekki að frá upphafi hefur tæknin okkar og kerfið fyrir gjafakortin verið smíðuð þannig að það hefur alltaf legið fyrir að nýta þessa tækni fyrir mun stærri markaðssvæði en Ísland.“ En hvers vegna Kanada? „Mig langar að segja þér að það sé vegna þess að við séum svo rosalega klárir að við föttuðum það sjálfir að Kanada væri frábær markaður fyrir YAY. Það var samt ekki þannig,“ segir Ari og skellihlær. Þannig var að YAY, sem er staðsett í Gróskuhúsinu, fékk til sín heimsókn einn daginn frá Kanadamanni sem var staddur í Grósku og leit við hjá YAY. „Ég var ekki á staðnum en Raggi tók pitchið á hann á um fjórum mínútum og hefur greinilega gert það mjög vel því Kanadamaðurinn sagði strax: Þetta er eitthvað sem við þyrftum að vera með í Kanada.“ Úr varð að næstu tvö árin á eftir voru þreifingar í gangi. „Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan við opnuðum skrifstofur þarna formlega og nú eru þær tvær: Annars vegar ein í Edmonton þar sem unnið er að því að selja tæknina og kerfið sem slíkt en hins vegar í New Brunswick þar sem fjórir starfsmenn vinna við að selja YAY gjafakortin,“ segir Ari en bætir við: „Þegar svona ferðalag hefst, tekur það hins vegar smá tíma að þreifa fyrir sér, læra ýmislegt, reka sig á veggi og fleira. Sem er ekkert síður verðmætt og skilar sér síðar.“ Átján manns starfa hjá fyrirtækinu í dag en öll forritun fer fram í samstarfi við fyrirtæki sem YAY hefur síðustu árin unnið með í Króatíu. Hvernig kom það til? „Það er erfitt að fá forritara til starfa en við vorum að vinna með aðila sem hafði unnið með þessum aðilum í Króatíu og þannig kom þetta til í upphafi. Síðan eru liðin nokkur ár, samstarfið er frábært og í raun erum við með fasta forritara hjá þessu samstarfsfyrirtæki okkar sem vinna meira og minna aðeins fyrir YAY.“ Ari og Íris hjóla mikið bæði erlendis og hérlendis en Ari segir eiginkonuna þó mun betri hjólamann en hann og margverðlaunaða. Til viðbótar stundar Ari veiðimennskuna af kappi. Góðu ráðin Ari segir Norður Ameríku góðan markað fyrir YAY að horfa til. „Þar er verið að nota tæknina okkar fyrir heilsutengda þjónustu eða það sem kallast á ensku; Health spending. Á Íslandi fer margt af þessu í gegnum stéttarfélögin, gleraugnakaup og fleira. Fólk þarf þá að leggja út fyrir vörunni, skila inn nótum og fá síðan endurgreitt. Þetta þarf ekki með YAY því þá borgar fólk bara strax með YAY kortinu og þarf ekki að leggja sjálft út fyrir neinu. Sem auðveldar fólki mikið því ekki allir hafa færi á að leggja út fyrir kostnaðinum í upphafi og bíða síðan eftir endurgreiðslunni.“ Ari segir Ísland góðan markað að byrja á og læra af. „Útrásin hefur þó alltaf verið skýrt markmið. Enda má segja að YAY hafi smíðað Boeing þotu, þótt heimamarkaðurinn þurfi ekki nema litla rellu. Ferðagjöfin var verkefni sem stytti ferlið að mörgu leyti því við bjuggum þar til demo útgáfu sem kenndi okkur mjög margt,“ segir Ari. Sem í spjallinu gefur líka ýmiss önnur góð ráð. Til dæmis það, að þar sem hann og Raggi meðstofnandi hans vissu strax í upphafi að þeir væru ekki sterkir þegar kæmi að fjármögnun eða tengslum við fjárfesta, þá þyrftu þeir aðstoð í því. „Raggi er sölumaður af guðs náð og það sem við gerðum var að fara yfir hugmyndina með Jóni Þorgrími Stefánssyni, yfirmanni hjá Netapp Global. Hann síðan hjálpaði okkur að pakka inn hugmyndinni þannig að kynningin væri góð fyrir fjárfesta og dró að borði þá sem fjárfestu í okkur í fyrstu.“ Hjá Rannís hefur YAY hlotið 50 milljóna króna Vaxtarstyrk og 10 milljóna króna markaðsstyrk, sem Ari segir líka hafa verið gífurlega mikilvæga styrki fyrir þróunarhlutann og upphafsskrefin í útrásinni. „Þegar kom að styrkjaumhverfinu hjálpuðu fjárfestarnir okkur mikið því þar var þá þegar komin þekking fyrir umsóknir og fleira.“ Að mynda sterkan kjarnahóp skiptir líka miklu máli í nýsköpun. „Við Raggi fengum snemma með okkur sterka forritara í eigendahópinn þannig að í grunnhópinn bættust við Davíð Einarsson og Erling Gudjohnsen.“ Ari hefur stamað frá því að hann var barn og segir stamið án efa hafa markað hann. Ari segir samt mikilvægt að ungt fólk sem glímir við það sama, fái að heyra að það er hægt að þjálfa sjálfan sig mikið frá stami og í viðtalinu gefur hann nokkur góð ráð. Í vinnunni er allt á fullu; YAY er í stórsókn en trommusettið er aldrei langt undan.Vísir/Vilhelm Dag frá degi starfar YAY í fjórum tímabeltum, því ekki er sami tími í Edmonton í Kanada og New Brunswick. Þá eru eftir Ísland og Króatía. Ari segir þennan mismun þó enga fyrirstöðu. Fólki lærist að vinna með mismunandi tímabeltum. Það sama með stamið svo aftur sé komið að því. „Ég stamaði meira sem barn. Og stama enn. En hef lært að vinna mikið með stamið þannig að það hvorki heyrist né trufli mig nokkuð.“ Getur þú skýrt þetta betur út? „Já. Ég stama mest þegar ég er til dæmis þreyttur,“ segir Ari og vísar þar í að vera meðvitaður um að hvíldin skiptir hann miklu máli. Eðlilega stama ég líka meira ef ég er í uppnámi eða ójafnvægi. Það getur líka gerst hjá okkur öllum. En það sem mér hefur lærst í gegnum tíðina er að vinna með staminu mínu, forðast að verða of þreyttur eða of stressaður því þá stama ég meir,“ segir Ari og bætir við: „Í ofanálag virðist ég ítrekað hafa komið mér í einhverjar aðstæður sem eru ekki auðveldar fyrir fólk sem stamar. Til dæmis að vera á fundum eða með kynningar fyrir fjárfesta. Eða að kenna um tíma þegar ég rak Netráðgjöf. Allt þetta er þó liður í því að þjálfa mann þannig að manni lærist betur og betur að sporna við staminu og það er það sem mér finnst mikilvægt að ungt fólk skilji, sem glímir við það sama.“ Í frístundum hjóla þau hjónin töluvert, þótt Ari segi eiginkonuna mun betri reiðhjólamann en hann, enda margverðlaunuð sem slík. „En við höfum hjólað mikið bæði erlendis og hérlendis og eins nýt ég mín í ýmsum áhugamálum eins og að veiða, hvort sem er á stöng eða skotveiði og síðan er það auðvitað trommulífið og giggin,“ segir Ari og bætir við: „Ég nefnilega hélt mér frá því að vera fastur trommari, vitandi það að ég gæti það ekki sem framkvæmdastjóri og í rekstri. Hins vegar er ég svo heppin að trommarinn í Sólstöfum, sem þó er á svipuðum aldri og ég, tók upp á því að fara að eignast börn frekar seint. Sem hefur verið frábært fyrir mig því ég er þá trommari að leysa hann af í barnseignafríi.“
Starfsframi Vinnustaðurinn Tónlist Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01
Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00