Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 16:09 Brak úr rússneskri eldflaug lenti á þessum skóla í Kænugarði í nótt. AP/Vasilisa Stepanenko Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira