Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2024 19:53 Silja sagði utanríkismálin hafa meiri vigt en oft áður og að afstaða manna hvað þau varðaði gæti raunar skipta sköpum. „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um. Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um.
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira