Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 07:50 Silja Bára sagði að menn ættu ekki endilega að taka Trump bókstaflega en alvarlega. „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira