Fresta ákvörðun um þátttöku í Eurovision Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:10 Frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Vísir/Hulda Margrét Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár. „Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku. Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku.
Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“