Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Lovísa Arnardóttir skrifar 9. september 2024 11:29 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins. Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi. Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi.
Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57
Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28
Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57