Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 22:00 Streymisrisinn Spotify hefur glímt við gervispilanir um nokkurt skeið. getty Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti. Tónlist Bandaríkin Gervigreind Streymisveitur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti.
Tónlist Bandaríkin Gervigreind Streymisveitur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira