Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2024 11:34 Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn munu fara yfir kappræður næturinnar í beinni útsendingu. Vísir/Vilhelm Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02
Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53