Skráningum á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 17. september 2024 08:02 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun