Lífið

Ljúffengar vöfflur í nestisboxið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Magga heldur úti vefsíðunni helgamagga.is
Helga Magga heldur úti vefsíðunni helgamagga.is

Það getur verið mikill hausverkur fyrir foreldra að útbúa nesti fyrir börnin alla morgna fyrir skólann, sem er bæði hollt og spennandi. Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengar kotasæluvöfflur sem eru fullkomin næring fyrir litla kroppa.

„Þessar kotasæluvöfflur eru fullkomin næring í morgunmat eða í nestisboxið. Þessar rjúka út á mínu heimili,“ skrifar Helga Magga.


Kotasæluvöfflur

Hráefni - 12 stk

150 g kotasæla 3 dl

80 g haframjöl 2 dl

2 egg

1 tsk lyftiduft

1 msk husk (má sleppa)

200 ml léttmjólk

Aðferð:

Blandið innihaldsefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél og bakið í vöfflujárni.

Ef deigið er of þykkt er gott að bæta örlítið meiri mjólk saman við deigið.

Þær eru mjög góðar með osti, skinku og grænmeti og einnig hægt að borða þær með sultu og rjóma.

@helgamagga.is

Kotasæluvöfflur, snilld í nestisboxið 👌🏼

♬ Just a Cloud Away - Pharrell Williams





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.