„Það er hula yfir sólinni“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. september 2024 19:46 Miklir skógareldar geisa í Portúgal. AP/Bruno Fonseca Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“ Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira