Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar 18. september 2024 07:31 Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun