„Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. september 2024 20:40 Karen Tinna lætur vaða að marki en hún skoraði 11 mörk í kvöld. Vísir/Diego ÍR tóku á móti ÍBV í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld þar sem hart var barist og leikar enduðu jafnir 22-22. Karen Tinna Demian gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka ÍR-liðsins í kvöld. „.Bara fínt að klára fá stigið. Hefðum klárlega viljað fá tvö stig úr þessum leik. Fannst við alveg eiga það skilið. Erum pínu óheppnar þarna á kafla og missum þetta svolítið niður þegar við erum með ágætis forskot. Gott að fá stig, brjóta ísinn en hefðum samt viljað fá tvö,“ sagði Karen Tinna eftir leik. Það mátti sjá á liðsmönnum ÍR að svekkelsið var mikið að hafa ekki náð að landa sigri í kvöld. Þær horfðu á þetta sem tapað stig frekar en unnið. „.Alveg klárlega. Við ætluðum að svara fyrir síðasta leik og mér fannst við gera það alveg ágætlega með því að keyra aðeins upp hraðan meira en í síðasta leik en hefðum klárlega átt að taka tvö stig úr þessu. Það eru bara væntingarnar og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar.“ Karen Tinna á ferðinni í kvöld.Vísir/Diego ÍR liðið er komið á blað í Olís deildinni og er það virkilega góð tilfinning. „Það er bara mjög góð tilfinning. Það er bara að sýna að við séum að stefna í rétta átt og það er bara upp á við núna héðan í frá. Það er búið að brjóta ísinn og það er bara gott að fá stig úr þessum leik.“ ÍR átti flotta kafla í upphafi beggja hálfleika en síðan dró aðeins af þeim þegar líða tók á. „Ég held að það séu bara svona lítil atriði. Fáum einhverjar tvær mínútur og dettum þá aðeins niður. Það hægist á okkur og þær fara að klippa út annan kantinn hjá okkur og það tekur smá af okkur bara tempóið og hraðan í spilinu okkar. Tekur okkur aðeins útaf laginu og það er klárlega bara eitthvað sem við þurfum að fara skoða betur.“ Karen Tinna skoraði, skoraði og skoraði í kvöld.Vísir/Diego Liðin fara núna í smá landsliðs pásu og ÍR eru bjartsýnar á framhaldið. „Eigum Selfoss beint í fyrsta leik eftir landsliðs pásu. Það verður bara hörku leikur sem að við ætlum klárlega að setja kröfu á að við tökum. Við stefnum á að vera í þessum efri hluta og við ætlum að gera þær kröfur á okkur að standast undir því.“ Handbolti Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„.Bara fínt að klára fá stigið. Hefðum klárlega viljað fá tvö stig úr þessum leik. Fannst við alveg eiga það skilið. Erum pínu óheppnar þarna á kafla og missum þetta svolítið niður þegar við erum með ágætis forskot. Gott að fá stig, brjóta ísinn en hefðum samt viljað fá tvö,“ sagði Karen Tinna eftir leik. Það mátti sjá á liðsmönnum ÍR að svekkelsið var mikið að hafa ekki náð að landa sigri í kvöld. Þær horfðu á þetta sem tapað stig frekar en unnið. „.Alveg klárlega. Við ætluðum að svara fyrir síðasta leik og mér fannst við gera það alveg ágætlega með því að keyra aðeins upp hraðan meira en í síðasta leik en hefðum klárlega átt að taka tvö stig úr þessu. Það eru bara væntingarnar og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar.“ Karen Tinna á ferðinni í kvöld.Vísir/Diego ÍR liðið er komið á blað í Olís deildinni og er það virkilega góð tilfinning. „Það er bara mjög góð tilfinning. Það er bara að sýna að við séum að stefna í rétta átt og það er bara upp á við núna héðan í frá. Það er búið að brjóta ísinn og það er bara gott að fá stig úr þessum leik.“ ÍR átti flotta kafla í upphafi beggja hálfleika en síðan dró aðeins af þeim þegar líða tók á. „Ég held að það séu bara svona lítil atriði. Fáum einhverjar tvær mínútur og dettum þá aðeins niður. Það hægist á okkur og þær fara að klippa út annan kantinn hjá okkur og það tekur smá af okkur bara tempóið og hraðan í spilinu okkar. Tekur okkur aðeins útaf laginu og það er klárlega bara eitthvað sem við þurfum að fara skoða betur.“ Karen Tinna skoraði, skoraði og skoraði í kvöld.Vísir/Diego Liðin fara núna í smá landsliðs pásu og ÍR eru bjartsýnar á framhaldið. „Eigum Selfoss beint í fyrsta leik eftir landsliðs pásu. Það verður bara hörku leikur sem að við ætlum klárlega að setja kröfu á að við tökum. Við stefnum á að vera í þessum efri hluta og við ætlum að gera þær kröfur á okkur að standast undir því.“
Handbolti Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira