Stöðvuðu bardaga Valgerðar Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 17:57 Valgerður Guðsteinsdóttir og Shauna O´Keefe mættust í hnefaleikahringnum á Írlandi í kvöld Vísir/Getty Valgerður Guðsteinsdóttir, eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman. Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024 Box Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira
Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024
Box Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira