Janet Jackson biðst afsökunar á undarlegum ummælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 17:54 Ummælin lét hún falla í viðtali við breska miðilinn Guardian. AP/Richard Shotwell Söngkonan Janet Jackson hefur beðið Kamölu Harris forsetaframbjóðanda afsökunar fyrir ummæli sem hún lét falla í hennar garð sem vöktu mikla reiði vestanhafs. Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley. Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley.
Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira