Ég er ekki alki Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 23. september 2024 10:31 Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Sjá meira
Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar