Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. september 2024 12:00 Clark sækir í átt að körfunni gegn Connecticut Sun í nótt. Vísir/Getty Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu. WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu.
WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02
„Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59
Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31
Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti