Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 10:23 Jón Gnarr greiðir atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn. Vísir/Anton Brink Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar. Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira