Helena verður á skjánum í vetur Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:02 Helena Sverrisdóttir mun hafa helling fram að færa í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/Sigurjón Sjónvarpsþættinum Bónus Körfuboltakvöldi hefur borist afar mikill liðsstyrkur fyrir nýtt tímabil sem hefst með upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld. Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport.
Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01
Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29