Miðflokkurinn: fjarverandi í landi tækifæranna Lilja Hrund Lúðvíksdóttir skrifar 27. september 2024 09:00 Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að stjórnmálamenn, sem fá greitt fyrir starf sitt úr vasa skattgreiðenda, tali máli ungs fólks, séu með hugann við verkið og sinni vinnunni sinni. Starfsfólk sem mætir illa til vinnu og skilar litlu endist stutt á flestum vinnustöðum. Í nýrri grein sinni - Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? - skrifar formaður nýstofnaðrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í suðvesturkjördæmi að íslenska þjóðin standi á krossgötum. Miðflokkurinn muni, í því skyni að tryggja áframhaldandi velferð, nálgast pólitíkina á lausnamiðaðan hátt og með skynsamri stefnumótun, enda séu undirstöður flokksins gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og „skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð.“ Málin sem brenna á Miðflokksmönnum Þessi orð formannsins eru athyglisverð. Ekki síst í ljósi þess að á yfirstandandi kjörtímabili hefur Miðflokkurinn, sem virðist nú hafa endurskilgreint sig sem flokk fyrir ungt fólk, varla staðið í ströngu við að tryggja velferð eða tækifæri yngri kynslóðarinnar. Raunar hefur hvorugur þingmaður Miðflokksins haft fyrir því að leggja fram eitt einasta þingmannamál það sem af er af þessu löggjafarþingi. Þá reynist ítarleit að málum sem snúa að hagsmunum ungs fólks á málaskrá Miðflokksins yfir kjörtímabilið í heild sinni ekki þung í vöfum. Málin eru enda ekki sérlega mörg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi og formaður Miðflokksins, hefur á síðustu sex þingvetrum lagt fram frumvarp til laga alls fimm sinnum. Raunar er bara um tvö mismunandi mál að ræða, mál sem hann hefur endurflutt misoft, annars vegar um hækkun starfslokaaldurs opinberra starfsmanna og hins vegar um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Hinn þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, lagði aftur á móti síðast fram frumvarp þingveturinn 2021-2022 og fjallaði það um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla. Það er gleðilegt að sjá Miðflokksmenn, með skynsemishyggjuna í forgrunni, halda framtíðarsýninni á lofti með dugnaði sínum á þinginu: „Ísland sem land tækifæranna - þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra“. Bara ef einhverjum öðrum, ef til vill afkastameiri, stjórnmálaflokki hefði dottið þetta slagorð fyrr í hug. Að láta verkin tala Rétt er að benda á að ákveðnar takmarkanir felast í því að vera óbreyttur þingmaður líkt og á við um þingmenn Miðflokksins. Og þó. Diljá Mist Einarsdóttir hefur það sem af er þessa þings lagt fram sex frumvörp, þar af tvö sem snúa sérstaklega að ungu fólki: hækkun skattleysisaldurs og frádráttur frá tekjuskatti vegna barna. Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur á þessu þingi lagt fram fimm frumvörp, m.a. til breytinga á lögum um fæðingarorlof vegna tímamarks á hækkun greiðslna. Bæði Diljá og Berglind, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru öflugir málsvarar ungs fólks á Alþingi. Ungir Miðflokksmenn geta þannig andað léttar, vitandi að þeir eiga hauk í horni á þinginu þegar þeirra eigin þingmenn virðist uppteknir við annað. Raunar svo mjög að fjarvera þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs við atkvæðagreiðslur á þinginu hljóp á tugum prósenta, eða 62% og 35% á síðasta þingvetri. Mál ungs fólks, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram eða talað fyrir á kjörtímabilinu, einskorðast ekki aðeins við þau mál sem Diljá og Berglind hafa lagt fram. Meðal annarra þingmála flokksins sem snúa að ungu fólki má nefna afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði og frádrátt frá tekjuskatti vegna heimilishjálpar. Hér eru þær Diljá og Berglind teknar sérstaklega út fyrir sviga þar sem þær eru ekki nema rétt skriðnar yfir þrítugt, ásamt reyndar tveimur af fimm ráðherrum flokksins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru tveir af yngstu kvenráðherrum sögunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda á 95 ára sögu sinni ítrekað sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu og þannig fjölgað tækifærum, bætt lífskjör og búið í haginn fyrir framtíðina í áraraðir. Það skiptir máli hverjir stjórna Formaður nýju ungliðahreyfingarinnar segir að tryggja þurfi áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessum orðum felst ágæt viðurkenning á árangri síðustu ára og sjálfsagt að taka undir mikilvægi þess að tryggja áfram stöðu Íslands í fremstu röð meðal þjóða í alþjóðlegum samanburði. Það verður þó ekki gert nema undir traustri forystu þeirra sem láta verkin tala, en ekki þeirra sem kjósa að skorast undan ábyrgð eftir hentisemi og hverra skoðanir fylgja aðeins lögmálum vindhanans. Sjálfstæðisstefnan hefur sannað sig í hátt í öld. Trú á einstaklinginn, frelsi hans og sköpunargáfu í samfélagi manna, þar sem allir fá að njóta sín er hjarta sjálfstæðisstefnunnar. Trú á þjóðfélag sem fagnar fjölbreytileika, sem hefur sameinast um sáttmála um öflugt velferðarkerfi til þess að styðja þá sem á þurfa að halda, á grunni framtakssemi fólks og öflugs atvinnulífs, er og hefur verið leiðarstef Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar og forsvarsfólks hennar, sem er þeim kosti gætt að leggja í vana sinn að mæta til vinnu, má vænta þess að í íslensku samfélagi séu velferð og tækifæri allra landsmanna tryggð. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að stjórnmálamenn, sem fá greitt fyrir starf sitt úr vasa skattgreiðenda, tali máli ungs fólks, séu með hugann við verkið og sinni vinnunni sinni. Starfsfólk sem mætir illa til vinnu og skilar litlu endist stutt á flestum vinnustöðum. Í nýrri grein sinni - Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? - skrifar formaður nýstofnaðrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í suðvesturkjördæmi að íslenska þjóðin standi á krossgötum. Miðflokkurinn muni, í því skyni að tryggja áframhaldandi velferð, nálgast pólitíkina á lausnamiðaðan hátt og með skynsamri stefnumótun, enda séu undirstöður flokksins gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og „skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð.“ Málin sem brenna á Miðflokksmönnum Þessi orð formannsins eru athyglisverð. Ekki síst í ljósi þess að á yfirstandandi kjörtímabili hefur Miðflokkurinn, sem virðist nú hafa endurskilgreint sig sem flokk fyrir ungt fólk, varla staðið í ströngu við að tryggja velferð eða tækifæri yngri kynslóðarinnar. Raunar hefur hvorugur þingmaður Miðflokksins haft fyrir því að leggja fram eitt einasta þingmannamál það sem af er af þessu löggjafarþingi. Þá reynist ítarleit að málum sem snúa að hagsmunum ungs fólks á málaskrá Miðflokksins yfir kjörtímabilið í heild sinni ekki þung í vöfum. Málin eru enda ekki sérlega mörg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi og formaður Miðflokksins, hefur á síðustu sex þingvetrum lagt fram frumvarp til laga alls fimm sinnum. Raunar er bara um tvö mismunandi mál að ræða, mál sem hann hefur endurflutt misoft, annars vegar um hækkun starfslokaaldurs opinberra starfsmanna og hins vegar um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Hinn þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, lagði aftur á móti síðast fram frumvarp þingveturinn 2021-2022 og fjallaði það um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla. Það er gleðilegt að sjá Miðflokksmenn, með skynsemishyggjuna í forgrunni, halda framtíðarsýninni á lofti með dugnaði sínum á þinginu: „Ísland sem land tækifæranna - þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra“. Bara ef einhverjum öðrum, ef til vill afkastameiri, stjórnmálaflokki hefði dottið þetta slagorð fyrr í hug. Að láta verkin tala Rétt er að benda á að ákveðnar takmarkanir felast í því að vera óbreyttur þingmaður líkt og á við um þingmenn Miðflokksins. Og þó. Diljá Mist Einarsdóttir hefur það sem af er þessa þings lagt fram sex frumvörp, þar af tvö sem snúa sérstaklega að ungu fólki: hækkun skattleysisaldurs og frádráttur frá tekjuskatti vegna barna. Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur á þessu þingi lagt fram fimm frumvörp, m.a. til breytinga á lögum um fæðingarorlof vegna tímamarks á hækkun greiðslna. Bæði Diljá og Berglind, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru öflugir málsvarar ungs fólks á Alþingi. Ungir Miðflokksmenn geta þannig andað léttar, vitandi að þeir eiga hauk í horni á þinginu þegar þeirra eigin þingmenn virðist uppteknir við annað. Raunar svo mjög að fjarvera þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs við atkvæðagreiðslur á þinginu hljóp á tugum prósenta, eða 62% og 35% á síðasta þingvetri. Mál ungs fólks, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram eða talað fyrir á kjörtímabilinu, einskorðast ekki aðeins við þau mál sem Diljá og Berglind hafa lagt fram. Meðal annarra þingmála flokksins sem snúa að ungu fólki má nefna afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði og frádrátt frá tekjuskatti vegna heimilishjálpar. Hér eru þær Diljá og Berglind teknar sérstaklega út fyrir sviga þar sem þær eru ekki nema rétt skriðnar yfir þrítugt, ásamt reyndar tveimur af fimm ráðherrum flokksins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru tveir af yngstu kvenráðherrum sögunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda á 95 ára sögu sinni ítrekað sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu og þannig fjölgað tækifærum, bætt lífskjör og búið í haginn fyrir framtíðina í áraraðir. Það skiptir máli hverjir stjórna Formaður nýju ungliðahreyfingarinnar segir að tryggja þurfi áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessum orðum felst ágæt viðurkenning á árangri síðustu ára og sjálfsagt að taka undir mikilvægi þess að tryggja áfram stöðu Íslands í fremstu röð meðal þjóða í alþjóðlegum samanburði. Það verður þó ekki gert nema undir traustri forystu þeirra sem láta verkin tala, en ekki þeirra sem kjósa að skorast undan ábyrgð eftir hentisemi og hverra skoðanir fylgja aðeins lögmálum vindhanans. Sjálfstæðisstefnan hefur sannað sig í hátt í öld. Trú á einstaklinginn, frelsi hans og sköpunargáfu í samfélagi manna, þar sem allir fá að njóta sín er hjarta sjálfstæðisstefnunnar. Trú á þjóðfélag sem fagnar fjölbreytileika, sem hefur sameinast um sáttmála um öflugt velferðarkerfi til þess að styðja þá sem á þurfa að halda, á grunni framtakssemi fólks og öflugs atvinnulífs, er og hefur verið leiðarstef Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar og forsvarsfólks hennar, sem er þeim kosti gætt að leggja í vana sinn að mæta til vinnu, má vænta þess að í íslensku samfélagi séu velferð og tækifæri allra landsmanna tryggð. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun