Lífið

Í hnapp­helduna með krókódílamanninum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lana Del Rey heldur ekki vatni yfir krókódílamanninum.
Lana Del Rey heldur ekki vatni yfir krókódílamanninum. Joseph Okpako/Getty Images for ABA)

Bandaríska söngkonan Lana Del Rey hefur gengið í hnapphelduna með elskhuga sínum krókódílamanninum Jeremy Dufrene. Einungis mánuður er síðan þau tilkynntu umheiminum að þau væru saman.

Breska götublaðið Daily Mail greinir frá málinu. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að þau hafi gift sig við árbakka fljóts þar sem Dufrene fer með hópa í leiðsögn um heimkynni krókódíla í Lousiana ríki.

Miðillinn birtir jafnframt myndband og myndir sem teknar eru úr lofti úr brúðkaupinu. Þar má sjá Lönu í hvítum brúðarkjól með blómvönd í hendi við hlið föður síns Robert Grant. Kemur fram að athöfnin hafi verið hin fallegasta við árbakkann og einn bátur skreyttur vel og vandlega.

Fram kemur að hjónakornin hafi fyrst kynnst árið 2019. Þá hafi söngkonan verið í leiðsögn krókódílamannsins um heima krókódílanna í Louisiana. Þó einungis sé mánuður síðan að það fréttist af því að þau væru saman hafði orðrómurinn verið á kreiki lengur.

Þannig birti Lana mynd af sínum manni á Instagram í maí svo athygli vakti. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Lana giftir sig en í annað skiptið hjá krókódílamanninum.

Myndband Daily Mail úr loftinu yfir árbakkanum í Louisiana: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.