Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 12:33 Kristrún hér með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hún vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í nýrri grein á Vísi. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.”
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira