Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 21:00 Björgunarlið á svifnökkva bjargar íbúum og gæludýrum í Crystal River í Flórída eftir fellibylinn Helen í dag. AP/Luis Santana/Tampa Bay Times Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice
Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47