Evrópusambandið er í vanda Þórður Birgisson skrifar 28. september 2024 18:31 Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun