Af hverju að fara aftur þangað með glóðarauga þegar það er að batna? Davíð Bergmann skrifar 29. september 2024 10:00 Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun