Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 19:21 Birta Sif Arnardóttir og Erna Hrund Hermannsdóttir, íbúar í Vogabyggð og mæður í hverfinu segja slysið í gærkvöldi ýta enn frekar undir áhyggjur íbúa. skjáskot Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. Banaslysið varð á Sæbraut, á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í hverfinu hafa lengi haft áhyggjur af umferðaröryggi við gatnamótin, sem meðal annars var fréttaefni fyrir tveimur árum. „Það má kalla þetta bara dauðagildru. Bara ég, konan mín og börnin hafa lent í því að það var næstum keyrt á okkur hérna,“ sagði Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september 2022. Erna Hrund Hermannsdóttir og Birta Sif Arnardóttir, íbúar í Vogabyggð og mæður í hverfinu segja slysið í gærkvöldi ýta enn frekar undir áhyggjur íbúa. Léleg lýsing, stutt gönguljós og mikill hraði „Þetta eru ofboðslega illa upplýst gatnamót. Hér keyra líka strætisvagnar á mjög miklum hraða. Við höfum líka sent pósta til Strætó til að kvartað undan hraða hjá þeim. Hér er mikið af flutningafyrirtækjum eins og Eimskip og Samskip þannig að hér eru mjög stórir trukkar sem bara sjá hvorki börn né gangandi vegfarendur,“ segir Erna og Birta tekur í svipaðan streng. Mikil umferð fer um Sæbraut á degi hverjum.Vísir/Elín „Bílstjórar keyra mjög hratt hérna. Gönguljósin eru líka mjög stutt, þú þarft að labba mjög hratt yfir og ef þú ert með börn með þér þá tekur það bara lengri tíma og oftar en ekki þá er bara komið rautt ljós og bílarnir bara bruna áfram,“ segir Birta. Þar að auki skapi það hættu að ekki eru sérstök beygjuljós fyrir umferð sem kemur niður á Sæbraut frá hinum götunum tveimur sem veldur því að gangandi vegfarendur og þeir sem koma akandi til vinstri inn á Sæbraut eru á grænu ljósi á sama tíma. Þá verður gönguljósið ekki grænt nema ýtt sé á takka sem aðeins virki stundum. Börnin fari ekki ein yfir götuna „Ég á þrjú börn og tvö börnin mín þau eru í Langholtsskóla og þau fara hérna nánast yfir á hverjum degi. Þeir eru nýfarnir að fá að fara hérna yfir en það er búið að taka leyfið til baka núna, þeir fá ekki að fara einir hér yfir héðan í frá,“ segir Erna. Þá eigi mörg börn og foreldrar þeirra leið yfir götuna reglulega til að sækja frístundir og þjónustu, en til að mynda sé enginn leikvöllur í Vogahverfinu. Allt slíkt þurfi að sækja yfir götuna. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi vegfarenda í hverfinu.Vísir/Elín Þær og fleiri hafi ítrekað sent bréf til bæði borgaryfirvalda og Vegagerðar og kallað eftir úrbótum. „Við höfum fengið svör en þá er það oftast í þá átt að það er bara sent áfram á næsta, þau ætla að kanna málið og síðan heyrum við bara ekkert meira,“ segir Birta. Borgin bendi á Vegagerðina og Vegagerðin bendi aftur á borgina. „Við höfum persónulega boðið öllum borgarstjórnarmeðlimum að koma og standa hérna með okkur á morgnanna. Við erum tilbúin að bjóða þeim upp á heitt kaffi og horfa hérna á ljósin. Og ég bara segi það, myndi borgarstjóri hleypa barninu sínu hérna einu yfir götuna? Ég er ekkert svo viss um það,“ segir Erna. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Vegagerð Borgarstjórn Slysavarnir Banaslys við Sæbraut Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Banaslysið varð á Sæbraut, á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í hverfinu hafa lengi haft áhyggjur af umferðaröryggi við gatnamótin, sem meðal annars var fréttaefni fyrir tveimur árum. „Það má kalla þetta bara dauðagildru. Bara ég, konan mín og börnin hafa lent í því að það var næstum keyrt á okkur hérna,“ sagði Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september 2022. Erna Hrund Hermannsdóttir og Birta Sif Arnardóttir, íbúar í Vogabyggð og mæður í hverfinu segja slysið í gærkvöldi ýta enn frekar undir áhyggjur íbúa. Léleg lýsing, stutt gönguljós og mikill hraði „Þetta eru ofboðslega illa upplýst gatnamót. Hér keyra líka strætisvagnar á mjög miklum hraða. Við höfum líka sent pósta til Strætó til að kvartað undan hraða hjá þeim. Hér er mikið af flutningafyrirtækjum eins og Eimskip og Samskip þannig að hér eru mjög stórir trukkar sem bara sjá hvorki börn né gangandi vegfarendur,“ segir Erna og Birta tekur í svipaðan streng. Mikil umferð fer um Sæbraut á degi hverjum.Vísir/Elín „Bílstjórar keyra mjög hratt hérna. Gönguljósin eru líka mjög stutt, þú þarft að labba mjög hratt yfir og ef þú ert með börn með þér þá tekur það bara lengri tíma og oftar en ekki þá er bara komið rautt ljós og bílarnir bara bruna áfram,“ segir Birta. Þar að auki skapi það hættu að ekki eru sérstök beygjuljós fyrir umferð sem kemur niður á Sæbraut frá hinum götunum tveimur sem veldur því að gangandi vegfarendur og þeir sem koma akandi til vinstri inn á Sæbraut eru á grænu ljósi á sama tíma. Þá verður gönguljósið ekki grænt nema ýtt sé á takka sem aðeins virki stundum. Börnin fari ekki ein yfir götuna „Ég á þrjú börn og tvö börnin mín þau eru í Langholtsskóla og þau fara hérna nánast yfir á hverjum degi. Þeir eru nýfarnir að fá að fara hérna yfir en það er búið að taka leyfið til baka núna, þeir fá ekki að fara einir hér yfir héðan í frá,“ segir Erna. Þá eigi mörg börn og foreldrar þeirra leið yfir götuna reglulega til að sækja frístundir og þjónustu, en til að mynda sé enginn leikvöllur í Vogahverfinu. Allt slíkt þurfi að sækja yfir götuna. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi vegfarenda í hverfinu.Vísir/Elín Þær og fleiri hafi ítrekað sent bréf til bæði borgaryfirvalda og Vegagerðar og kallað eftir úrbótum. „Við höfum fengið svör en þá er það oftast í þá átt að það er bara sent áfram á næsta, þau ætla að kanna málið og síðan heyrum við bara ekkert meira,“ segir Birta. Borgin bendi á Vegagerðina og Vegagerðin bendi aftur á borgina. „Við höfum persónulega boðið öllum borgarstjórnarmeðlimum að koma og standa hérna með okkur á morgnanna. Við erum tilbúin að bjóða þeim upp á heitt kaffi og horfa hérna á ljósin. Og ég bara segi það, myndi borgarstjóri hleypa barninu sínu hérna einu yfir götuna? Ég er ekkert svo viss um það,“ segir Erna.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Vegagerð Borgarstjórn Slysavarnir Banaslys við Sæbraut Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira