Banaslysin eru víðar en við sjáum Sigmar Guðmundsson skrifar 30. september 2024 07:30 Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun