Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. september 2024 14:35 Arnar Þór, Þórður Snær og Jón Gnarr stefna allir á þing. Pallborðið Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“ Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“
Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira