Heilbrigðisstofnun Norðurlands tíu ára í dag Jón Helgi Björnsson skrifar 1. október 2024 10:31 Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014. Sameiningin hefur leitt til jákvæðra breytinga og hagræðingar hvað varðar aukna samvinnu og fagleg samskipti á milli heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Mun auðveldara er að halda úti öflugri upplýsingatækni sem er í rauninni forsenda þess að vinna vel saman yfir stórt landsvæði. Þá fylgdi sameiningunni veruleg samlegð í símenntun starfsfólks sem jók mjög á möguleika á samstarfi og öflugri endurmenntun sem hefur leitt til nýrra og uppbyggilegra verkefna á heilbrigðissviði. HSN sinnir stóru landsvæði allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri sem telur um 38.000 íbúa, en stofnunin rekur 18 aðskildar starfseiningar í um 40.000 fermetrum af húsnæði. Þetta er stór vinnustaður, en hjá okkur starfa 625 starfsmenn í 455 stöðugildum. Hér eru 120 hjúkrunarfræðingar, 95 sjúkraliðar og 55 læknar í 45 stöðugildum. Þá eru ótalin störf ómissandi aðila í sálfélagsþjónustu, iðju- og sjúkraþjálfun og aðhlynningu, auk starfa þeirra sem sinna stoðþjónustu af ýmsum toga. Í dag eru 12-13 læknar í sérnámi í heimilislækningum hjá HSN og við tökum við nokkrum fjölda nema í lengra eða styttra starfsnám á hverju ári. HSN á að jafnaði í um 1000 samskiptum við íbúa Norðurlands á hverjum degi og starfsfólk í heimahjúkrun skráir t.a.m. um 80.000 samskipti við þjónustuþega á hverju ári. Búast má við að læknar stofnunarinnar fari í 2-3 bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi, en á starfssvæðinu eru tíu læknar alltaf á bundinni vakt til að bregðast við slysum eða veikindum íbúa. Þegar alvarlegt slys varð í Öxnadal í sumar mættu 8 læknar og 5 hjúkrunarfræðingar frá HSN á slysstað frá þremur starfsstöðvum. Hlutverk HSN er víðtækt í samfélaginu. Við höldum utan um alla almenna þjónustuþætti í heilsugæslu með móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd, heilsuvernd grunnskólabarna, hjúkrun í framhaldsskólum og sálfélagslegri þjónustu fullorðinna og barna, auk fleiri þátta. Einnig rekum við fjöldann allan af hjúkrunar- og sjúkrarýmum á starfssvæðinu. Við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða ný og spennandi verkefni en nýlegasta dæmið er þegar stofnunin skrifaði undir samstarfssamning við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisráðuneytið um starfsemi Akureyrarklíníkurinnar sem veita á ME sjúklingum þjónustu á landsvísu. Þá tók HSN einnig við verkefnum geðheilsuteymis barna á Norðurlandi og Austurlandi, en teymið var styrkt með nýju og öflugu fagfólki. Tekur teymið til starfa í dag á 10 ára afmæli HSN. Almennt hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands notið velvilja stjórnvalda í þessi 10 ár og fengið auknar fjárheimildir til að auka og bæta þjónustu. Sérstaklega má nefna fjölgun starfsfólks á Akureyri þar sem staða heilsugæslunnar þar var afskaplega veik fyrir 10 árum. Stofnunin hefur rekið aðhaldssama stefnu í fjármálum og hefur rekstur hennar að jafnaði verið í jafnvægi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu. Innilega til hamingju með daginn, allt starfsfólk HSN og íbúar á Norðurlandi vestra og eystra. Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014. Sameiningin hefur leitt til jákvæðra breytinga og hagræðingar hvað varðar aukna samvinnu og fagleg samskipti á milli heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Mun auðveldara er að halda úti öflugri upplýsingatækni sem er í rauninni forsenda þess að vinna vel saman yfir stórt landsvæði. Þá fylgdi sameiningunni veruleg samlegð í símenntun starfsfólks sem jók mjög á möguleika á samstarfi og öflugri endurmenntun sem hefur leitt til nýrra og uppbyggilegra verkefna á heilbrigðissviði. HSN sinnir stóru landsvæði allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri sem telur um 38.000 íbúa, en stofnunin rekur 18 aðskildar starfseiningar í um 40.000 fermetrum af húsnæði. Þetta er stór vinnustaður, en hjá okkur starfa 625 starfsmenn í 455 stöðugildum. Hér eru 120 hjúkrunarfræðingar, 95 sjúkraliðar og 55 læknar í 45 stöðugildum. Þá eru ótalin störf ómissandi aðila í sálfélagsþjónustu, iðju- og sjúkraþjálfun og aðhlynningu, auk starfa þeirra sem sinna stoðþjónustu af ýmsum toga. Í dag eru 12-13 læknar í sérnámi í heimilislækningum hjá HSN og við tökum við nokkrum fjölda nema í lengra eða styttra starfsnám á hverju ári. HSN á að jafnaði í um 1000 samskiptum við íbúa Norðurlands á hverjum degi og starfsfólk í heimahjúkrun skráir t.a.m. um 80.000 samskipti við þjónustuþega á hverju ári. Búast má við að læknar stofnunarinnar fari í 2-3 bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi, en á starfssvæðinu eru tíu læknar alltaf á bundinni vakt til að bregðast við slysum eða veikindum íbúa. Þegar alvarlegt slys varð í Öxnadal í sumar mættu 8 læknar og 5 hjúkrunarfræðingar frá HSN á slysstað frá þremur starfsstöðvum. Hlutverk HSN er víðtækt í samfélaginu. Við höldum utan um alla almenna þjónustuþætti í heilsugæslu með móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd, heilsuvernd grunnskólabarna, hjúkrun í framhaldsskólum og sálfélagslegri þjónustu fullorðinna og barna, auk fleiri þátta. Einnig rekum við fjöldann allan af hjúkrunar- og sjúkrarýmum á starfssvæðinu. Við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða ný og spennandi verkefni en nýlegasta dæmið er þegar stofnunin skrifaði undir samstarfssamning við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisráðuneytið um starfsemi Akureyrarklíníkurinnar sem veita á ME sjúklingum þjónustu á landsvísu. Þá tók HSN einnig við verkefnum geðheilsuteymis barna á Norðurlandi og Austurlandi, en teymið var styrkt með nýju og öflugu fagfólki. Tekur teymið til starfa í dag á 10 ára afmæli HSN. Almennt hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands notið velvilja stjórnvalda í þessi 10 ár og fengið auknar fjárheimildir til að auka og bæta þjónustu. Sérstaklega má nefna fjölgun starfsfólks á Akureyri þar sem staða heilsugæslunnar þar var afskaplega veik fyrir 10 árum. Stofnunin hefur rekið aðhaldssama stefnu í fjármálum og hefur rekstur hennar að jafnaði verið í jafnvægi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu. Innilega til hamingju með daginn, allt starfsfólk HSN og íbúar á Norðurlandi vestra og eystra. Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun