Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2024 13:33 Miðinn sem settur var upp í glugga á hurð Heimabakarís í gærmorgun, þar sem tilkynnt var að bakaríinu yrði lokað. Húsvíkingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar eina bakaríi bæjarins var skyndilega skellt í lás. Sveitastjórnarfulltrúi segir mikinn missi að bakaríi í bænum, sem starfrækt hefur verið í rúm hundrað ár, og algjör óvissa ríki um framhaldið Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar. Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar.
Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira