Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2024 07:30 Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins. Vert er að hafa í huga að meginstefna Viðreisnar, og í raun eina stefnumál flokksins sem allt annað tekur mið af, er innganga Íslands í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er markmiðið að komast til valda einungis til þess að koma stjórn landsins úr landi í hendur einstaklinga sem íslenzkir kjósendur hefðu í raun ekkert yfir að segja en þó í flestum tilfellum einstaklinga sem hafa yfir höfuð ekkert lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Fram kom einnig í máli Þorgerðar á landsfundi Viðreisnar nýverið að flokkurinn leggði áherzlu á frjálsan markað, sterkt efnahagskerfi í opnu alþjóðlegu samfélagi og að draga úr umfangi stjórnsýslunnar. Hins vegar vill Viðreisn á sama tíma að Ísland gangi í gamaldags tollabandalag sem stendur efnahagslega vægast sagt höllum fæti og sem þýddi að stórauka þyrfti umfang hins opinbera hér á landi. Samkvæmt gögnum þess sjálfs. Fimm prósent af alþingismanni Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur á vettvangi sambandsins. Einróma samþykki ríkjanna sem eitt sinn var reglan í þeim efnum heyrir nú nánast til undantekninga og hægt að telja þau mál nánast á fingum annarrar handar. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði til að mynda vægi landsins á þingi þess 0,8% eða eins og að hafa einungis hálfan þingmann á Alþingi. Vægið yrði margfalt minna í ráðherraráði sambandsins,, sem gjarnan er álitið valdamesta stofnun þess, eða allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þar á meðal þegar rætt væri um til dæmis sjávarútvegsmál og orkumál. Þetta er svokallað „sæti við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda með öllu óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hliðstætt á til dæmis við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur aðeins þingflokksins sem hann tilheyrir í þinginu. Kemur ekki endilega á óvart Fólkið sem Viðreisn vill að taki við stjórn Íslands er sama fólkið og til dæmis gerði ófá ríki Evrópusambandið háð rússneskri orku og hunzaði ítrekuð varnaðarorð sem leitt hefur til mikilla efnahagserfiðleika innan þess. Ekki sízt í öflugasta hagkerfinu, Þýzkalandi. Sama fólkið og ber ábyrgð á viðvarandi efnahagsstöðnun innan sambandsins sem lýst hefur sér meðal annars í lágum vöxtum í því skyni að reyna að örva efnahagslífið. Til þess að fræðast um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins, og einkum og sér í lagi innan evrusvæðisins, er ágæt byrjun að kynna sér tvær nýlegar skýrslur sem unnar voru fyrir sambandið. Annars vegar af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra þess, og hins vegar Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Fátt ef eitthvað er til marks um það að forystumenn Viðreisnar hafi kynnt sér þær. Hins vegar kemur jú ekki endilega á óvart að Viðreisn treysti sér ekki til þess að stjórna landinu og hafi fyrir vikið þá stefnu að komast í ríkisstjórn til þess fyrst og fremst að koma völdunum yfir íslenzkum málum í hendur Evrópusambandsins. Ekki þarf annað en að horfa til þess hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur með Viðreisn innanborðs hefur til að mynda haldið á fjármálum borgarinnar undanfarin ár. Minntist ekki á ESB og evruna Fróðlegt var annars að lesa grein sem Þorgerðar ritaði á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem hún sagði Viðreisn tilbúna í kosningabaráttuna og reifaði áherzlur flokksins. Hins vegar minntist hún hvorki á Evrópusambandið né evruna. Mögulega hefur hún loks áttað sig á þeim veruleika að málið er ekki beinlínis ávísun á fleiri atkvæði. Fylgi Samfylkingarinnar stórjókst sem kunnugt er meðal annars eftir að málið var lagt til hliðar. Hitt er svo annað mál að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorgerður sópar Evrópusambandinu undir teppið þegar það hefur hentað. Einungis fáum dögum eftir þingkosningarnar 2017 lýsti hún því þannig yfir að Viðreisn væri reiðubúin að falla frá áherzlu sinni á sambandið ef það gæti orðið til þess að flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Vafalaust hefur Þorgerður metið það sem svo að um pólitískan ómöguleika væri að ræða. Með öðrum orðum er veruleikinn sá að hvorki andstæðingar né stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið geta þannig treyst Viðreisn fyrir atkvæði sínu í þeim efnum. Þá er sem fyrr segir deginum ljósara að ekki er hægt að treysta flokknum til þess að fara með stjórn landsins. Bæði í ljósi reynslunnar í Reykjavík og ekki síður þeirrar staðreyndar að forystumenn hans treysta ljóslega ekki einu sinni sjálfum sér til þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins. Vert er að hafa í huga að meginstefna Viðreisnar, og í raun eina stefnumál flokksins sem allt annað tekur mið af, er innganga Íslands í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er markmiðið að komast til valda einungis til þess að koma stjórn landsins úr landi í hendur einstaklinga sem íslenzkir kjósendur hefðu í raun ekkert yfir að segja en þó í flestum tilfellum einstaklinga sem hafa yfir höfuð ekkert lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Fram kom einnig í máli Þorgerðar á landsfundi Viðreisnar nýverið að flokkurinn leggði áherzlu á frjálsan markað, sterkt efnahagskerfi í opnu alþjóðlegu samfélagi og að draga úr umfangi stjórnsýslunnar. Hins vegar vill Viðreisn á sama tíma að Ísland gangi í gamaldags tollabandalag sem stendur efnahagslega vægast sagt höllum fæti og sem þýddi að stórauka þyrfti umfang hins opinbera hér á landi. Samkvæmt gögnum þess sjálfs. Fimm prósent af alþingismanni Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur á vettvangi sambandsins. Einróma samþykki ríkjanna sem eitt sinn var reglan í þeim efnum heyrir nú nánast til undantekninga og hægt að telja þau mál nánast á fingum annarrar handar. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði til að mynda vægi landsins á þingi þess 0,8% eða eins og að hafa einungis hálfan þingmann á Alþingi. Vægið yrði margfalt minna í ráðherraráði sambandsins,, sem gjarnan er álitið valdamesta stofnun þess, eða allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þar á meðal þegar rætt væri um til dæmis sjávarútvegsmál og orkumál. Þetta er svokallað „sæti við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda með öllu óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hliðstætt á til dæmis við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur aðeins þingflokksins sem hann tilheyrir í þinginu. Kemur ekki endilega á óvart Fólkið sem Viðreisn vill að taki við stjórn Íslands er sama fólkið og til dæmis gerði ófá ríki Evrópusambandið háð rússneskri orku og hunzaði ítrekuð varnaðarorð sem leitt hefur til mikilla efnahagserfiðleika innan þess. Ekki sízt í öflugasta hagkerfinu, Þýzkalandi. Sama fólkið og ber ábyrgð á viðvarandi efnahagsstöðnun innan sambandsins sem lýst hefur sér meðal annars í lágum vöxtum í því skyni að reyna að örva efnahagslífið. Til þess að fræðast um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins, og einkum og sér í lagi innan evrusvæðisins, er ágæt byrjun að kynna sér tvær nýlegar skýrslur sem unnar voru fyrir sambandið. Annars vegar af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra þess, og hins vegar Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Fátt ef eitthvað er til marks um það að forystumenn Viðreisnar hafi kynnt sér þær. Hins vegar kemur jú ekki endilega á óvart að Viðreisn treysti sér ekki til þess að stjórna landinu og hafi fyrir vikið þá stefnu að komast í ríkisstjórn til þess fyrst og fremst að koma völdunum yfir íslenzkum málum í hendur Evrópusambandsins. Ekki þarf annað en að horfa til þess hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur með Viðreisn innanborðs hefur til að mynda haldið á fjármálum borgarinnar undanfarin ár. Minntist ekki á ESB og evruna Fróðlegt var annars að lesa grein sem Þorgerðar ritaði á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem hún sagði Viðreisn tilbúna í kosningabaráttuna og reifaði áherzlur flokksins. Hins vegar minntist hún hvorki á Evrópusambandið né evruna. Mögulega hefur hún loks áttað sig á þeim veruleika að málið er ekki beinlínis ávísun á fleiri atkvæði. Fylgi Samfylkingarinnar stórjókst sem kunnugt er meðal annars eftir að málið var lagt til hliðar. Hitt er svo annað mál að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorgerður sópar Evrópusambandinu undir teppið þegar það hefur hentað. Einungis fáum dögum eftir þingkosningarnar 2017 lýsti hún því þannig yfir að Viðreisn væri reiðubúin að falla frá áherzlu sinni á sambandið ef það gæti orðið til þess að flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Vafalaust hefur Þorgerður metið það sem svo að um pólitískan ómöguleika væri að ræða. Með öðrum orðum er veruleikinn sá að hvorki andstæðingar né stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið geta þannig treyst Viðreisn fyrir atkvæði sínu í þeim efnum. Þá er sem fyrr segir deginum ljósara að ekki er hægt að treysta flokknum til þess að fara með stjórn landsins. Bæði í ljósi reynslunnar í Reykjavík og ekki síður þeirrar staðreyndar að forystumenn hans treysta ljóslega ekki einu sinni sjálfum sér til þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun