Nú beinast öll spjót að bönkunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2024 22:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir „Við höfum reyndar því miður dæmi um það að bankarnir bregðist mjög hratt og örugglega við þegar að seðlabankinn hefur hækkað vexti en hafa þurft að fá fyrirmæli ofan úr svörtuloftum til þess að lækka og hafa gert það seint og ekki jafn mikið. Fylgnin er meiri þegar að Seðlabankinn hefur hækkað vexti en lækkað, því miður.“ Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu spurður hvort að hann sé vongóður um að viðskiptabankarnir bregðist við og lækki vexti eftir að lækkun á stýrivöxtum var tilkynnt í morgun. Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Viðskiptabankar á Íslandi hækkuðu vexti á verðtryggðum húsnæðislánum fyrir um þremur vikum en hafa ekkert gefið frá sér um næstu skref eftir tilkynningu Seðlabankans. Má ekki búast við því að bankarnir bregðist við og lækki vexti? „Nú beinast öll spjót og augu að viðskiptabönkunum og þeir hljóta að fara eftir skýrum fyrirmælum Seðlabankans og lækka sína vexti og taka til baka jafnframt þessar hækkanir sem þeir hafa leitt að okkur að undanförnum dögum.“ Breki segir að lækkaðir stýrivextir hafi í raun ekki mikil áhrif á líf fólks nema ef bankarnir fylgi á eftir og lækki vexti. „Þetta nemur um það bil 2.500 krónum á hverja milljón sem fólk skuldar það er að segja þessi 0,25 prósent lækkun og þá 25.000 krónur á ári ef þú ert með tíu milljóna lán og svo framvegis.“ Verðlag Neytendur Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu spurður hvort að hann sé vongóður um að viðskiptabankarnir bregðist við og lækki vexti eftir að lækkun á stýrivöxtum var tilkynnt í morgun. Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Viðskiptabankar á Íslandi hækkuðu vexti á verðtryggðum húsnæðislánum fyrir um þremur vikum en hafa ekkert gefið frá sér um næstu skref eftir tilkynningu Seðlabankans. Má ekki búast við því að bankarnir bregðist við og lækki vexti? „Nú beinast öll spjót og augu að viðskiptabönkunum og þeir hljóta að fara eftir skýrum fyrirmælum Seðlabankans og lækka sína vexti og taka til baka jafnframt þessar hækkanir sem þeir hafa leitt að okkur að undanförnum dögum.“ Breki segir að lækkaðir stýrivextir hafi í raun ekki mikil áhrif á líf fólks nema ef bankarnir fylgi á eftir og lækki vexti. „Þetta nemur um það bil 2.500 krónum á hverja milljón sem fólk skuldar það er að segja þessi 0,25 prósent lækkun og þá 25.000 krónur á ári ef þú ert með tíu milljóna lán og svo framvegis.“
Verðlag Neytendur Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira