Ég var með alþingismanni í meðferð Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 3. október 2024 10:03 Ég fór í meðferð eitt skiptið á Sjúkrahúsinu Vogi eftir að hafa eftir að hafa dottið í það eina helgina eftir fjögurra ára edrúmennsku. Ég var svo staðráðinn í að halda áfram edrúmennskunni út af sjálfum mér náttúrulega og út af börnunum mínum að ég var edrú í 18 daga meðan ég beið eftir meðferðinni á Sjúkrahúsinu Vogi. En flestir ganga þarna inn verulega undir áhrifum því fíknin er svo mikil... Það er nefnilega alltaf „síðasta skiptið“. Og svo aftur „síðasta skiptið“. Vogur er fjársjóður Íslands og er stofnun sem þarf nauðsynlega að fjármagna meira. Sjúkrahúsið Vogur er stjörnumeðferð sem hefur bjargað svo mörgum mannslífum og hjálpað svo mörgum fjölskyldum. En þessi meðferð var eins og bíómynd. Þarna var ég með heimsfrægum tónlistarmanni í meðferð, þá meina ég manni úr heimsfrægri hljómsveit svo það fari ekki á milli mála. Einnig mjög frægum leikara hér á Íslandi og alþingismanni. Einnig var ég með flugmanni og fólki úr öllum stéttum samfélagsins, alveg niður í útigangsmann sem varð mjög mikill vinur minn. Alveg rosalega björt og falleg sál. Alkóhólismi og útigengsmenn Það er hræðilegt hvað margir eru heimilislausir á Íslandi. Þetta þarf ekki að vera svona... Bara alls ekki. En málið er að fólkið við stjórnvölin hér á Íslandi lokar augunum fyrir þessu. Því miður.. Afhverju líður okkur svona illa að við þurfum að deyfa okkur? Sumir segja að þetta sé genatengt og aðrir segja að þetta sé hvernig við erum alin upp og sálfræðilegar ástæður eins og kvíði. Að við drekkum og dópum til að losna við kvíða. Aðrir segja að þetta sé umhverfistengt og svo eru aðrir sem segja að þetta sé blanda af þessu öllu. En það svo sem skiptir ekki öllu. Alkahólismi er líklega algengasti sjúkdómurinn á Íslandi. Það eru nokkrir einstaklingar sem segja við mig að þeir séu ekki alkóhólistar. Að þeir drekka bara um helgar (alla helgina og hverja helgi) og við önnur tækifæri. Það er ekki mitt að dæma það, en þeir ,,fúnkera" allavega í vinnu fimm daga vikunnar. Ég ólst upp á Ólafsfirði sem var sjómannabær mikill á mínum yngri árum og þá fór maður tvo túra og einn í frí. Menningin þá var önnur en í dag og ég til dæmis drakk 15 eða 16 ára gamall með foreldrum vina minna sem væri barnaverndarmál í dag. Skál! En allavega þá fór ég þó nokkra túra á Kleifaberginu og Sigurbjörginni sem eru 30 til 40 daga túrar þegar ég var þá á sjó. Og eftir sjóinn þá keypti maður sér á endanum bíl úr kassanum og var með ,,driver" og var fullur nánast í öllu fríinu, heilan mánuð. Í dag eru svo margir í vef fíkniefna og áfengis.. Það eykst bara og eykst.. Hrikalegt. Ég hef rætt við fólk sem selur fíkniefni og þeir segja að markaðurinn sé hvort sem er til staðar, svo ef þeir selja ekki fíkniefnin að þá gerir bara einhver annar það. Er þetta afsökun til að friða samviskuna? Siðblinda? En samt sem áður er þetta alveg rétt hjá honum. Þessi markaður er til staðar og fer bara stækkandi. En ef ég breyti aðeins umræðuefninu og bæti ,,spillingu og neyslu" saman í flokk hér á Íslandi með þessum hugleiðingum mínum, því fíkniefni eru hugbreytandi efni og hafa gríðarleg sálfræðileg áhrif á ákvarðanatökur sem nálgast siðblindu og narsisisma. Að þá er ekki bara spilling (siðblinda) á alþingi heldur einnig í fjármálaheiminum, hjá lögfræðingum, lögreglunni, bæjarstjórnum og í raun allsstaðar. Nema kannski hjá forseta Íslands. Vona ég allavega. Til að koma þessum orðum í samhengi að þá spjallaði ég einu sinni við mann fyrir mörgum árum síðan í Reykjavík sem selur fólki kókaín að mestu. Hann sagði við mig: ,,Gísli, það er til A+ Kókaín og svo B+ Kókaíni. Lögfræðingar, fólk úr viðskiptaheiminu og aðrir úr hærri stéttum og nokkrir á alþingi sem ég sel fá A+ Kókaín en aðrir B+ fyrir utan VIP vini. Fíkniefni eru hugbreytandi efni og þið getið bara ímyndað ykkur fólk sem ber mikla ábyrgð hér á Íslandi vera að taka þessi efni inn sem hafa gríðarleg áhrif á siðferðið. Jafnvel prestar líka. Þannig þið sjáið að fíkniefnaneysla er ALLSTAÐAR. Meira að segja hjá fólkinu sem á að halda utan um og vernda landið okkar. Það væri pínu fyndið ef forseti Íslands væri með í þessum pakka. Nei ég segi svona. En þá værum við búin að setja punktinn yfir allt stafrófið sem spilltasta landið í heiminum. Við megum nú ekki við því. En allavega, ég er komin fram úr sjálfum mér. Á Vogi var ég bókstaflega með Íslandi í meðferð og þá skrifa ég þetta með smá húmor. Sá eini sem ég var ekki með í meðferð var forseti Íslands. Annars var ég með fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins. En ég vildi skrifa þessa litlu grein til að vekja almenning um raunveruleika fíkniefna hér á Íslandi auk spillingu sem helst í hendur. Hún er ekki bara hjá Kalla og Sigga heldur í öllum stéttum. Ég get borið vitnisburð um það að verða 40 ára gamall og upplifað hluti sem fólk sem er 90 ára hefur ekki upplifað og mun aldrei. Ég vildi líka skrifa hana til að vekja almenning um Sjúkrahúsið Vog. Við þurfum að fjármagna þennan stað sem hefur bjargað svo mörgum lífum. Alþingi þarf að dæla peningum þangað frekar en að sumir aðilar þar fá sér kókaín í nösina. Allt sem ég hef sagt hér er raunveruleikinn á Íslandi. Fyrir suma kann þetta að vera nýjar fréttir en flestir eru meðvitaðir um þetta. En já, ég held ég hafi komið þessum hugleiðingum mínum frá mér og vona að Sjúkrahúsið Vogur verði ennþá uppistandandi næstu áratugina. STYRKJUM SJÚKRAHÚSIÐ VOG SEM BJARGAR MANNSLÍFUM OG HEILUM FJÖLSKYLDUM. ÁFRAM VOGUR! Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Ég fór í meðferð eitt skiptið á Sjúkrahúsinu Vogi eftir að hafa eftir að hafa dottið í það eina helgina eftir fjögurra ára edrúmennsku. Ég var svo staðráðinn í að halda áfram edrúmennskunni út af sjálfum mér náttúrulega og út af börnunum mínum að ég var edrú í 18 daga meðan ég beið eftir meðferðinni á Sjúkrahúsinu Vogi. En flestir ganga þarna inn verulega undir áhrifum því fíknin er svo mikil... Það er nefnilega alltaf „síðasta skiptið“. Og svo aftur „síðasta skiptið“. Vogur er fjársjóður Íslands og er stofnun sem þarf nauðsynlega að fjármagna meira. Sjúkrahúsið Vogur er stjörnumeðferð sem hefur bjargað svo mörgum mannslífum og hjálpað svo mörgum fjölskyldum. En þessi meðferð var eins og bíómynd. Þarna var ég með heimsfrægum tónlistarmanni í meðferð, þá meina ég manni úr heimsfrægri hljómsveit svo það fari ekki á milli mála. Einnig mjög frægum leikara hér á Íslandi og alþingismanni. Einnig var ég með flugmanni og fólki úr öllum stéttum samfélagsins, alveg niður í útigangsmann sem varð mjög mikill vinur minn. Alveg rosalega björt og falleg sál. Alkóhólismi og útigengsmenn Það er hræðilegt hvað margir eru heimilislausir á Íslandi. Þetta þarf ekki að vera svona... Bara alls ekki. En málið er að fólkið við stjórnvölin hér á Íslandi lokar augunum fyrir þessu. Því miður.. Afhverju líður okkur svona illa að við þurfum að deyfa okkur? Sumir segja að þetta sé genatengt og aðrir segja að þetta sé hvernig við erum alin upp og sálfræðilegar ástæður eins og kvíði. Að við drekkum og dópum til að losna við kvíða. Aðrir segja að þetta sé umhverfistengt og svo eru aðrir sem segja að þetta sé blanda af þessu öllu. En það svo sem skiptir ekki öllu. Alkahólismi er líklega algengasti sjúkdómurinn á Íslandi. Það eru nokkrir einstaklingar sem segja við mig að þeir séu ekki alkóhólistar. Að þeir drekka bara um helgar (alla helgina og hverja helgi) og við önnur tækifæri. Það er ekki mitt að dæma það, en þeir ,,fúnkera" allavega í vinnu fimm daga vikunnar. Ég ólst upp á Ólafsfirði sem var sjómannabær mikill á mínum yngri árum og þá fór maður tvo túra og einn í frí. Menningin þá var önnur en í dag og ég til dæmis drakk 15 eða 16 ára gamall með foreldrum vina minna sem væri barnaverndarmál í dag. Skál! En allavega þá fór ég þó nokkra túra á Kleifaberginu og Sigurbjörginni sem eru 30 til 40 daga túrar þegar ég var þá á sjó. Og eftir sjóinn þá keypti maður sér á endanum bíl úr kassanum og var með ,,driver" og var fullur nánast í öllu fríinu, heilan mánuð. Í dag eru svo margir í vef fíkniefna og áfengis.. Það eykst bara og eykst.. Hrikalegt. Ég hef rætt við fólk sem selur fíkniefni og þeir segja að markaðurinn sé hvort sem er til staðar, svo ef þeir selja ekki fíkniefnin að þá gerir bara einhver annar það. Er þetta afsökun til að friða samviskuna? Siðblinda? En samt sem áður er þetta alveg rétt hjá honum. Þessi markaður er til staðar og fer bara stækkandi. En ef ég breyti aðeins umræðuefninu og bæti ,,spillingu og neyslu" saman í flokk hér á Íslandi með þessum hugleiðingum mínum, því fíkniefni eru hugbreytandi efni og hafa gríðarleg sálfræðileg áhrif á ákvarðanatökur sem nálgast siðblindu og narsisisma. Að þá er ekki bara spilling (siðblinda) á alþingi heldur einnig í fjármálaheiminum, hjá lögfræðingum, lögreglunni, bæjarstjórnum og í raun allsstaðar. Nema kannski hjá forseta Íslands. Vona ég allavega. Til að koma þessum orðum í samhengi að þá spjallaði ég einu sinni við mann fyrir mörgum árum síðan í Reykjavík sem selur fólki kókaín að mestu. Hann sagði við mig: ,,Gísli, það er til A+ Kókaín og svo B+ Kókaíni. Lögfræðingar, fólk úr viðskiptaheiminu og aðrir úr hærri stéttum og nokkrir á alþingi sem ég sel fá A+ Kókaín en aðrir B+ fyrir utan VIP vini. Fíkniefni eru hugbreytandi efni og þið getið bara ímyndað ykkur fólk sem ber mikla ábyrgð hér á Íslandi vera að taka þessi efni inn sem hafa gríðarleg áhrif á siðferðið. Jafnvel prestar líka. Þannig þið sjáið að fíkniefnaneysla er ALLSTAÐAR. Meira að segja hjá fólkinu sem á að halda utan um og vernda landið okkar. Það væri pínu fyndið ef forseti Íslands væri með í þessum pakka. Nei ég segi svona. En þá værum við búin að setja punktinn yfir allt stafrófið sem spilltasta landið í heiminum. Við megum nú ekki við því. En allavega, ég er komin fram úr sjálfum mér. Á Vogi var ég bókstaflega með Íslandi í meðferð og þá skrifa ég þetta með smá húmor. Sá eini sem ég var ekki með í meðferð var forseti Íslands. Annars var ég með fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins. En ég vildi skrifa þessa litlu grein til að vekja almenning um raunveruleika fíkniefna hér á Íslandi auk spillingu sem helst í hendur. Hún er ekki bara hjá Kalla og Sigga heldur í öllum stéttum. Ég get borið vitnisburð um það að verða 40 ára gamall og upplifað hluti sem fólk sem er 90 ára hefur ekki upplifað og mun aldrei. Ég vildi líka skrifa hana til að vekja almenning um Sjúkrahúsið Vog. Við þurfum að fjármagna þennan stað sem hefur bjargað svo mörgum lífum. Alþingi þarf að dæla peningum þangað frekar en að sumir aðilar þar fá sér kókaín í nösina. Allt sem ég hef sagt hér er raunveruleikinn á Íslandi. Fyrir suma kann þetta að vera nýjar fréttir en flestir eru meðvitaðir um þetta. En já, ég held ég hafi komið þessum hugleiðingum mínum frá mér og vona að Sjúkrahúsið Vogur verði ennþá uppistandandi næstu áratugina. STYRKJUM SJÚKRAHÚSIÐ VOG SEM BJARGAR MANNSLÍFUM OG HEILUM FJÖLSKYLDUM. ÁFRAM VOGUR! Höfundur er eilífðarstúdent.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun