Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:31 Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun