Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 12:13 Mark Rutte og Vólódímír Selenskí í Kænugarði í morgun. Forsetaembætti Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, opinberaði heimsókn Rutte, á samfélagsmiðlum í morgun. Forsetinn sagði heimsóknina marka helstu áherslur NATO um þessar mundir og það að Úkraínumenn gætu treyst á áframhaldandi stuðning bandalagsins undir stjórn Rutte. Rutte hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínu gegn innrás Rússa á fundinum með Selenskí í morgun. Þá sagði Selenskí að helsta markmið Úkraínumanna væri aðild að NATO og að á fundi með Rutte hafi þeir meðal annars rætt svokallaða siguráætlun Selenskís, ástandið á vígvöllunum í Úkraínu og í Rússlandi og þarfir Úkraínumanna. Selenskí sagði Úkraínumenn þurfa að bæta loftvarnir sínar í aðdraganda veturs. Það væri gífurlega mikilvægt. Перший візит Марка Рютте як керівника НАТО відбувається саме в Україну. Це справді важливо. Одразу зрозумілі й пріоритети, де саме зараз триває захист спільних цінностей усієї Євроатлантики. І також це підкреслює, що ми в Україні можемо розраховувати на подальше особисте… pic.twitter.com/WkT5bv410p— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 3, 2024 Rutte tók við starfi framkvæmdastjóra NATO af Jens Stoltenberg en hann hafði þá sinnt því frá árinu 2014, þegar Rússar hertóku Krímskaga og stuttu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. 1. október 2024 11:30 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, opinberaði heimsókn Rutte, á samfélagsmiðlum í morgun. Forsetinn sagði heimsóknina marka helstu áherslur NATO um þessar mundir og það að Úkraínumenn gætu treyst á áframhaldandi stuðning bandalagsins undir stjórn Rutte. Rutte hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínu gegn innrás Rússa á fundinum með Selenskí í morgun. Þá sagði Selenskí að helsta markmið Úkraínumanna væri aðild að NATO og að á fundi með Rutte hafi þeir meðal annars rætt svokallaða siguráætlun Selenskís, ástandið á vígvöllunum í Úkraínu og í Rússlandi og þarfir Úkraínumanna. Selenskí sagði Úkraínumenn þurfa að bæta loftvarnir sínar í aðdraganda veturs. Það væri gífurlega mikilvægt. Перший візит Марка Рютте як керівника НАТО відбувається саме в Україну. Це справді важливо. Одразу зрозумілі й пріоритети, де саме зараз триває захист спільних цінностей усієї Євроатлантики. І також це підкреслює, що ми в Україні можемо розраховувати на подальше особисте… pic.twitter.com/WkT5bv410p— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 3, 2024 Rutte tók við starfi framkvæmdastjóra NATO af Jens Stoltenberg en hann hafði þá sinnt því frá árinu 2014, þegar Rússar hertóku Krímskaga og stuttu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.
Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. 1. október 2024 11:30 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. 1. október 2024 11:30
Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18