Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar 4. október 2024 14:31 Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Ísafjarðarbær Jarðhiti Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun