„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 14:30 Atli Þór Fanndal var ráðinn samskiptastjóri Pírata í byrjun maí. Hann er þegar hættur. Aðsend Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25