Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 23:19 Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5. AP/Yui Mok Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann. Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann.
Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira