Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 9. október 2024 13:33 Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Stjórnun Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun