Frá vinnustofum til borðstofa Halla Margrét Hinriksdóttir og Inga Minelgaite skrifa 9. október 2024 14:31 Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun