Þorsteinn hefur gaman að Trump en er frekar Harris megin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:45 Þorsteinn Halldórsson skellti upp úr þegar hann var spurður út í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því bandaríska nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann styddi Donald Trump eða Kamölu Harris. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar. Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar.
Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Sjá meira