Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun