Sund og kvíði Davíð Már Sigurðsson skrifar 10. október 2024 11:01 Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun