Nadal leggur spaðann á hilluna: Síðustu tvö ár verið sérstaklega erfið Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:10 Rafael Nadal keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar og það reyndust hans síðustu leikar. Getty Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna í lok þessa keppnistímabils. Hann hefur unnið 22 risamót á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira